Nike Pro Combat (NFL)
15.9.2009
Frá snillingnum David Fincher...
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekki mikil fyrirstaða í Þjóðverjanum þarna...
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
BET Rising Icons: Kid Cudi
15.9.2009
Heitasti hip hop artistinn í dag - hands down... Man On The Moon: The End Of Day kemur út í dag.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Allen Iverson samdi nýverið við Memphis Grizzlies um eitt ár og 3,5 milljónir dollara. Lengi vel hélt voru sögusagnir um það að AI hefði samið við Charlotte Bobcats, sem ég hélt fram að hefði verið betri kostur fyrir hann sjálfan. Memphis buðu betur og AI ákveðið að fylgja buddunni í þessu efni.
Sjálfur álít ég þetta fyrirkomulag vera rangt fyrir báða aðila og eru nokkrar ástæður fyrir því. Iverson hefur getið af sér það orðspor að vera sinn eiginn herra og ekki mikið fyrir að fylgja reglum og fyrirkomulagi annarra. Aðeins einn þjálfari hefur náð almennilega til hans eftir því sem ég best veit og það er Larry Brown þegar hann þjálfaði Sixers, en saman komu þeir Sixers í NBA úrslitin gegn Lakers 2001. Honum hefur gengið illa að takast á við það að spila aukahlutverk í liði, líkt og hann var farinn að gera í Sixers á sínum tíma (með Iguodala í aðalhlutverki) og einnig í Nuggets (gegn Carmelo Anthony) svo ekki sé talað um hlutskipti hans í Detroit í fyrra.
Iverson hefur gefið það út að hann sé breyttur maður og þetta off-season hafi vakið hann til lífsins, þar sem erfitt var fyrir hann að finna álitleg tilboð frá góðum liðum. Sé allt þetta rétt og AI orðinn teamplayer allt í einu, hafa Grizzlies fundið gullmola í moldinni. Takist Iverson að skilja það að hjá Grizzlies verður hann að vera í aukahlutverki og sjá til þess að hinum ungu leikmönnum liðsins, OJ Mayo, Rudy Gay og Hasheem Thabeet takist að blómstra. Iverson býr yfir mikilli reynslu og þekkingu á leiknum og geta þessir ungu leikmenn lært mikið af honum sé hann tilbúinn til að kenna. Hins vegar ef "gamli góði" Iverson mætir til leiks í vetur, heimtandi boltann í stað þess að dreifa honum, er allt útlit fyrir að Grizzlies hafi keypt köttinn í sekknum.
Chris Wallace framkvæmdastjóri Memphis Grizzlies hefur heldur betur leikið sér að eldinum í sumar. Sótti Zach Randolph til LA Clippers í skiptum fyrir Q-Rich, og nú að semja við Allen Iverson. Takist þessi félagsfræðitilraun hans gæti eitthvað magnað orðið til í herbúðum Memphis manna. Wallace er annað hvort brjálaður snillingur eða algerlega óhæfur í starfi og hefur ekki hugmynd um hvað hann er að gera. Sjálfur er ég farinn að hallast að hinu síðarnefnda. Tveir, nánast löggildir vandræðagemsar innan um ungt og óþroskað talent, sem Grizzlies hafa nú nóg af, er ávísun á fátt annað en vandræði og vitleysu. Þó tel ég að miða- og treyjusala spili stærra hlutverk í ákvörðunum Wallace en annað, þar sem Grizzlies eru sem svo mörg önnur NBA lið að berjast í bökkum vegna harðnandi aðstæðna í efnahagslífi Bandaríkjanna.
Allen Iverson er hins vegar hér með kjörið tækifæri til að byrja upp á nýtt og sýna að hann geti rifið tiltölulega slakt lið eins og Memphis Grizzlies upp úr meðalmennskunni. Það verður alla vega verk að vinna fyrir Lionel Hollins, þjálfara liðsins í vetur að halda öllum ánægðum. Kæmi mér ekki á óvart að sá fengi að fjúka áður en langt er um liðið á tímabilið.
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
'97 klassík úr samnefndri kvikmynd.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Massive Attack - Splitting The Atom
13.9.2009
Þessir drengir virðast ekki geta sent frá sér slaka tónlist. Eru víst að vinna að 5. breiðskífu sinni þessa dagana sem ekki enn hefur fengið titil. Þetta lag er af samnefndum 4 laga EP sem lekið hefur út.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Lamborghini Reventon Roadster
13.9.2009
Nýlega láku út myndir af nýrri útgáfu af Lamborghini Reventon Roadster. Aðeins 20 kvikindi verða framleidd af þessum bad boy. 6,5 lítra V12 ruddi sem knýr þennan grip áfram. 640 hestöfl, 3,4 í hundraðið og hámarkshraði allt að 340 km/klst. Boddýið allt úr trefjablöndu og hannað með áhrifum frá F117 Nighthawk Stealth Fighter. Lúkkar dáldið eins og F117 meets Batmobile úr Batman Begins og The Dark Knight. Verðmiðinn litlar 210 milljónir á gengi dagsins.
Meira á Likecool.com
Obama veit hvað hann syngur
12.9.2009
President Barack Obama was asked straight out on Thursday: Kobe or Michael?
As in, who's the best? Los Angeles Lakers star Kobe Bryant, a four-time NBA champion? Or the basketball legend to whom he is most often compared, Michael Jordan, who retired as a six-time champ with the Chicago Bulls and is widely regarded as the best player of all time?
"Oh, Michael," Obama answered in an interview with The Associated Press.
"I mean, Kobe's terrific. Don't get me wrong," Obama said. "But I haven't seen anybody match up with Michael."
HookUp: CBSNews.com
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
The G.O.A.T. var tekinn inn í frægðarhöll körfuboltans í dag og í tilefni af því birti ESPN þetta viðtal við hann þar sem hann fer yfir ferilinn og ýmislegt annað. Það helsta sem stendur upp úr þessu viðtali að mínu mati er þrennt:
- Jordan
lýgur sig langanog segist ekki sjá eftir að hafa hætt fyrst 1993 þar sem hann hafi upplifað hálfgert stefnuleysi og misst sjónar af því sem máli skipti í körfuboltanum. Ýmsar samsæriskenningar eru uppi um hvers vegna hann hætti þá og þetta svar að mínu mati gefur þeim byr undir báða vængi. - Hann segir að á því liggi ekki nokkur vafi að Chicago Bulls hefðu getið unnið einn, jafnvel tvo... ef ekki þrjá titla í viðbót, hefði yfirstjórn liðsins ekki tekið þá ákvörðun að leysa liðið upp og byrja upp á nýtt.
- Aðalástæðan fyrir því að hann ákvað að taka þátt í Draumaliðinu 1992 var að fá að kynnast hinum leikmönnunum betur og sjá hvernig þeir undirbúa sig fyrir leiki. Þ.e. skilja andstæðinga sína í NBA deildinni enn betur og hvað keyrir þá áfram.
Congrats, MJ!
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)