D-Will gerir meira en að krossa menn í tætlur


Iguodala setur niður þrist frá hinni endalínunni

Hvaða rugl er þetta?! 


Iverson fær "brotherly love" í Philly

Það iljar manni pínu um hjartaræturnar að sjá Iverson kominn aftur til Philly í Sixers búning - þar sem hann á réttilega heima að mínu mati.  Fínn leikur hjá A.I. í nótt 11 stig 5 fráköst og 6 stoðsendingar.  Aðeins einn tapaður bolti á 37 mínútum.  Vonum að kallinn finni sig loksins þarna í Philly og geti lokið ferlinum með stæl þarna.

Hlustið á lætin þegar Iverson er kynntur í byrjunarliðið.  Beisik.


mbl.is NBA tilþrif á þriðjudegi, endurkoma Iverson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NBA molar

Greg Oden kemur ekki aftur fyrr en á næsta tímabili eftir að hann braut hnéskel í leik gegn Houston um daginn.  Aðgerðin gekk þó vel.

Marcin Gortat er ósáttur við hlutskipti sitt hjá Orlando Magic, þar sem hann segist ekki nenna að vera bakköpp og spila bara 5 mín í leik.  Tölfræðin hins vegar segir að hann spili 15 mín í leik en við hverju bjóstu annars?!  Bakköpp fyrir Dwight f***ing Howard!

D-Wade segir að Tyreke Evans, nýliði Sacramento Kings sé án efa nýliði ársins.

Joakim Noah heldur áfram að brenna yfir.

60 Minutes viðtalið við dómarann Tim Donaghy, þar sem hann segist ekki hafa reynt að stýra úrslitum leikja í NBA deildinni fyrir mafíuna, og sjálfan sig þar sem hann var farinn að veðja á leiki sem hann dæmdi sjálfur.  Yeeeeeeaah, right.  David Stern sendi svo frá sér fréttatilkynningu þar sem hann segir starfsbræður Donaghy ekki hafa brotið neitt af sér, líkt og hann heldur fram.

Ben Wallace hefur áhyggjur af drykkju Ron Artest og þar með höfum við eitthvað til að hlakka til 20. desember þegar Detroit Pistons og LA Lakers mætast, en þeir hafa báðir gefið það út að þeir séu alveg til að tuska hvorn annan til.

15. mars fer í loftið á VH1 sjónvarpsstöðinni þátturinn Basketball Wives sem verður um eiginkonur NBA leikmanna og þeirra vandamál.  Ekki beint í frásögur færandi nema hvað kona Shaq verður þar í framlínunni.  Var hún ekki annars að sækja um skilnað um daginn?!! 

Þetta er annars aðeins of fyndið til að hafa ekki með.


Zach Galifianakis & Kanye West - Can't Tell Me Nothing

Hver man annars ekki eftir þessum gaur í Hangover?!  Hahahaha!


Make it stop, pleeeease!

Þeim leiðist alla vega ekki þarna í Cleveland.  Er samt alveg bannað að kunna textana?  We're talkin' MJ here!


Kevin Garnett: "I'm a f***ing beast!"

Garnett hatar ekki sjálfan sig, það er á tæru...

Kíkið á myndbandið og kíkið svo þetta.  Hillarious.

HookUp:  Basketbawful


Kobe vs. D-Wade

Tveir allra bestu skotbakverðir deildarinnar eigast við í Staples Center.  Wade tjókar á línunni í lokin og Kobe klárar leikinn með þrist af spjaldinu.  "Luckiest shot I've ever taken" segir Kobe, en það sem ég vil vita er, kallaði hann spjaldið?!  Magnað myndband bæðevei...


Rockets þulur lætur dómarana heyra það í beinni

Matt Bullard, sem lék lengi vel með Houston Rockets, lýsir leikjum þeirra.  Í leiknum gegn Portland um daginn lét hann dómarana heyra það eftir einn lélegan dóm.

Fyrir þá sem ekki heyrðu þá sagði hann:   "You gotta stop going for the flops.  You guys are terrible!"  og skellir svo á sig heddfónin aftur.  Hahahah... klassík.


Steve Nash og kvikmyndagerð

Hmmm... veitiggi.


Triple C's - Gangster Shit ft. Game (Video)


Ariza með serious facial á Chris Kaman


This is so wrong in so many ways

Cavaliers apa eftir bíómyndinni The Warriors frá 1979...


November Facials

Besta af andlitstroðslum nóvembermánaðar...


Noah er ekki að fíla stælana í LeBron

Álit mitt á LeBron James hríðfellur með hverjum leik sem spilaður er í vetur.  Þá á ég ekki við álit mitt á hæfileikum hans heldur á honum sem leikmanni og persónu.  Í leiknum gegn Bulls um á föstudaginn, þar sem Cleveland var að valta yfir Chicago, tók Bron smá dans til að fagna því að vera að niðurlægja Bulls, eftir að brotið var á honum.  Joakim Noah var bara einfaldlega ekki að fíla það og kallaði eitthvað til hans.  LeBron, í stað þess að taka bara vítin og hlæja að Noah, ákvað hann að kalla eitthvað til baka og ganga svo yfir til hans og halda samtalinu áfram. 

Ég er ekki að segja að bullið í Noah hafi ekki verið steikt og óþarfi, en hann var bara pirraður yfir því að vera að skíttapa... eðlilega.  'Bron er hins vegar orðinn svo mikill kóngur að það má ekkert segja við hann án þess að því fylgi einhverjir eftirmálar.  Sá sem hann langar til að vera brást aldrei svona bjánalega við áreiti frá leikmönnum af bekknum.  Ósjaldan voru rugludallar að bulla í honum en hann hló alltaf að þeim og tróð svo bara í andlitið á einhverjum í næstu sókn.  Eða jafnvel sökkti vítaskoti með lokuð augun til að sýna þeim hvern þeir væru að fást við.  Þetta verður ekki í síðasta skiptið sem menn reyna að bulla í LeBron.  Hann þarf að venjast því.  Ætli það verði ekki reglubreyting fyrir úrslitakeppnina á þá vegu að enginn megi kalla neitt inn á völlinn af bekknum.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband