Da Hype...

Tveir leikir í nótt.  Leikir sem NBA deildin er búin að vera að hæpa upp í rúma viku...

Lakers drulluðu gersamlega yfir áhugalausa Suns, 132-106.  Kobe og Odom gengur frá þessu með 55 stig samanlagt.  Góð vísbending um slaka vörn Suns eru 14 stig Sasha Vujacic á 18 mínútum.  Honum tókst meira að segja að troða í leíknum.  Nash dottinn í hrökkbrauðið á bekknum hjá Suns.  Fáránlegt að sjá Robin Lopez spila meira en Shaq.  Shaq með 12 stig, 7 fráköst og 2 blokk á 21 mín á meðan Lopez setti 6 stig og tók 4 fráköst á 23 mín. 

Í Houston mættu Cavaliers áhugalausir til móts við Rockets.  LeBron ekki með dómarana á sínu bandi og snemma í villuvandræðum.  Átti annars slakan leik þrátt fyrir 21 stig.  Engin stoðsending, 1 frákast og 9/26 nýting.  Lét Yao Ming troða í andlitið á sér.  Mo Williams alveg að gera góða hluti hjá Cavs, með 21 stig. 


mbl.is Engin stoðsending hjá LeBron
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Á að vaka ?

Ómar Ingi, 27.2.2009 kl. 12:33

2 identicon

Ég verð nú bara að kommenta á þetta, hvernig færðu það út að vörn suns hafi verið slök vegna þess að SashaVujacic skoraði 14 stig? Hvernig væri að fara að vinna aðeins vinnuna sína aður en þú ferð að drulla yfir hann. Sasha er að skila mjög góðum tölum af bekknum og er einn sá betri i deildinni sem kemur af bekknum varðandi tölur,, Sasha er klárlega með þeim betri varnamönnum i deildinni, hann er gaurinn sem eltist við þig útum allt,hann er að halda mönnumvel fyrir framan sig og er ábyggilega mest pirrandi leikmaður i deildinni í vörn, hann er gaurinn sem er að anda framan í þig..

Kv Einn reiður stuðningsmaður Sasha Vujacic! the maachiinneee 

Þorsteinn Finnbogason (IP-tala skráð) 27.2.2009 kl. 17:10

3 Smámynd: Emmcee

Það eina sem ég get verið sammála þér með er að hann sé mest pirrandi leikmaður deildarinnar.  Það má vel vera að hann sé öflugur varnarmaður þó tölfræðin staðfesti það ekki, en tölfræði segir ekki alltaf mikið um hversu sterkir menn eru í vörn. 

Career tölfræði hans:  5,3 stig - 1,3 stoðsending - 38% nýting - 15 mín.  Jú, ekki margar mínútur en þú getur ekki sagt að þetta sé tölfræði öflugs sóknarmanns.  Svona lala sjötti maður.  Vörnin var bara greinilega það slöpp að jafnvel honum tókst að skora 14 stig.  Ekki var nú nýtingin hjá honum mikil í leiknum... 5/14 í tveggja og 2/7 í þristum. 

Emmcee, 27.2.2009 kl. 19:17

5 identicon

Já hvernig væri það að þú færir að vinna vinnuna þína??? hmmm...  Þessi Þorsteinn ætti kannski líka að gera það áður en hann kallar The Machine einn af betri varnarmönnum deildarinnar (sennilega fjórði besti hjá Lakers) og er ég búinn að vinna mína vinnu með því að horfa á yfir 30 leiki hjá Lakers í vetur og fylgjast ítarlega með þessu liði síðan ég var 10 ára.

Vörnin hjá Suns var ekkert svo skelfileg til að byrja með. Stigaskor segir ekki alla söguna. Síðan er ekki hægt að ætlast til að lið sem er þekkt fyrir lélega vörn fari að spila betri vörn þegar vindlarnir eru inná. Þeir fengu ansi mikinn tíma hjá Suns og það gerði útslagið. Suns vissu að þeir ættu engan séns og lögðu áherslu á að hvíla menn fyrir heimaleik gegn Toronto daginn eftir.

Rax (IP-tala skráð) 28.2.2009 kl. 04:57

6 Smámynd: Emmcee

Ok, það er slæmt þegar Raggi dissar Lakers leikmann.  Þá hlýtur hann að vera slakur. 

En frekar að slakri vörn Phoenix Suns:

  • Liðið hefur skorað 107 að meðaltali í leik í vetur en fengið á sig 105.  105 stig frá mótherja í leik setur liðið í 26. sæti af 30 liðum deildarinnar. 
  • Mismunurinn er +2 stig eða 11. besti árangur deildarinnar. 
  • Phoenix leyfir 46% nýtingu í tveggja stiga skotum, í 16-22. sæti
  • Liðið leyfir 37% nýtingu í þriggja stiga skotum, í 16-20. sæti.

Þarf að ræða þetta eitthvað frekar? 

Heimild:  NBA.com - Team Statistics

Emmcee, 1.3.2009 kl. 13:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband