Færsluflokkur: Iceland Express deildin

Thanks, Semaj

Ekki orð um þetta meira...


Choke Of The Year

choke.is 

...og til að bæta gráu ofan á svart birta Karfan.is viðtal við Daða Berg, ÍR-ing sem viltist úr Breiðholtinu í fyrra og hefur ekki enn skilað sér aftur, þar sem hann nuddar salti í sárið.  Thanks man!


Liðsstyrkur fyrir ÍR-inga

Með Eazy í mylsnum og Svenna Claessen á sjúkrabörum til áramóta held ég að þetta sé eina vitið í stöðunni.  Af þessu myndbandi að dæma virðist þessi gutti geta spilað bolta.  Skulum bara vona að hann komi með sinn besta leik í Breiðholtið...


mbl.is Lithái til liðs við ÍR-inga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svenni Claessen out til áramóta

Óheppnin eltir ÍR-ingana eins og venjulega en útlit er fyrir að Svenni Claessen verði úr leik fram til áramóta eftir hnémeiðslin sem hann lenti í í byrjun síðasta tímabils.  Hnéið ekki að gróa nógu vel og Svenni ekki þekktur fyrir að vera kyrr lengi svo dokksi sagði honum að slaka til áramóta. 

Það er óþarfi að tíunda hversu mikil blóðtaka þetta er fyrir ÍR liðið.  Svenni er án efa einn af 5 bestu leikmönnum deildarinnar í hans stöðu og klárlega besti leikmaður ÍR liðsins.  Þetta ofan á þá staðreynd að Eazy er aðeins skugginn af sjálfum sér eftir hans hnémeiðsl og jafnvel tæpur sjálfur fyrir þetta tímabil.

Við skulum vona að helv parketið sem loksins er verið að leggja í Hellinum eftir mjög mjög langa bið verði til þess að draga úr hné- og bakmeiðslum ungra og efnilegra ÍR-inga.  Sjálfur er ég með steikt hné eftir dúkinn í Seljaskóla.


Til hamingju, Hólmarar!

Þvílík vonbrigði sem þessi leikur varð. 

Ótrúlegir yfirburðir sem lið Snæfells sýndi frá upphafi.  Ég sem hélt að meðbyrinn yrði Keflavíkur megin fyrir leikinn.  Keflvíkingar sýndu fádæma kæruleysi og uppgjöf í þessum leik sem ég man ekki til þess að hafa séð áður hjá félaginu.  Kef varla hirti frákast í seinni hálfleik og töpuðu því einvígi 44-26.  Stórleikur hjá Hlyni Bærings með 21 stig, 15 fráköst og 6 stoðsendingar.  Sá eini sem mætti í vinnuna af Keflvíkingum var Igbavboa sem átti stórfínan leik með 23 stig með 10/15 nýtingu.

Hólmarar vel að þessum sigri komnir og óska ég þeim til hamingju með titilinn.


mbl.is Titillinn í Stykkishólm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er regluverk KKÍ upp á punt?

Ég verð að viðurkenna að mér fannst það slakt hjá KKÍ að leyfa Snæfelli að koma með Jeb Ivey inn núna í sjálfum úrslitunum.  Mér tókst hins vegar ekki að finna neitt í reglugerðum KKÍ sem mælti á móti því.  Það tók hins vegar steininn úr þegar ég sá að Nick Bradford væri búinn að skipta um lið og kominn til Keflavíkur á nánast ljóshraða með blessun deildarinnar.  Bradford lék með Njarðvík í vetur og finnst mér einkennilegt að reglur deildarinnar um félagaskipti séu hér kengbeygð eftir þörfum liðanna.

Í reglugerð KKÍ um erlenda leikmenn segir eftirfarandi:

Erlendum leikmanni er heimilt, með samþykki þess félags sem hann spilaði síðast hjá að skipta um félag hérlendis. Erlendur leikmaður sem óskar félagsskipta verður löglegur með hinu nýja félagi þegar félagaskipti hafa verið samþykkt af KKÍ.

Erlendum leikmönnum er einungis heimilt að ganga í annað íslenskt félagslið ef fram hefur komið skriflegt samþykki þess félags sem hann hyggst ganga úr.

Ég gef mér því að Njarðvík hafi samþykkt þessi skipti, en þá kemur að öðrum þætti reglugerðarinnar sem ég býst við að sé rétthærri þessari málsgrein hér að ofan:

Sömu reglur gilda fyrir erlenda leikmenn og íslenska leikmenn, nema annað sé tekið fram.

Um félagaskipti segir hins vegar í reglugerð KKÍ:

Annar hluti keppnistímabils telst vera frá 6. febrúar til 31. maí og eru félagaskipti á þeim tíma með öllu óheimil.

Hvernig ætlar KKÍ að útskýra og verja þessa ákvörðun sína?  Ég er ekki að verja gjörðir Snæfellinga með Jeb Ivey en svo virðist sem það sé gat í reglugerðum KKÍ hvað það varðar en þessi félagaskipti Bradfords sýnist mér vera hrein og bein brot á reglugerðum, nema úrslitin séu orðin partur af Evrópukeppninni sem KKÍ veitir aðeins undanþágur vegna. 

Meiðsl eru partur af leiknum og þurfa minni spámenn að stíga upp þegar lykilleikmenn detta út og þurfa liðin að rúlla með höggunum að mínu mati.  Þetta er bara vitleysa.


mbl.is Nick Bradford í Keflavík á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pavel með enn eina þrefalda tvennu

Þetta er nú meira bullið sem þessi drengur er.  Leiddi KR liðið til sigurs gegn mínum mönnum, með flest fráköst og flestar stoðsendingar KRinga.  15 fráköst og 16 stoðsendingar eða jafnmargar stoðsendingar og allt ÍR liðið til samans.  Var strax kominn með 9 kvikindi í hálfleik.  Bætti svo við 10 stigum til að fullkomna þrennuna.  Teigurinn hjá ÍR var gersamlega galopinn allan leikinn sem KR nýttu sér vel með að skora 76 af stigum sínum þar inni.  KR-ingar hirtu gersamlega allt sem skoppaði af hringnum og yfirfráköstuðu ÍR-inga 49-21.

Sovic átti fínan leik í fyrri hálfleik en hefði mátt fá boltan meira inn í teiginn.  Rob Jarvis leiddi ÍR í stigaskori en tók 17 skottilraunir fyrir utan þriggja stiga línuna til þess, en sökkti þó 5 þeirra.  Ég var ánægður með minn mann, Eazy E að dræfa stíft á körfuna og senda þá boltann út, því það kom hreyfingu á KR vörnina.  Eitthvað sem Jarvis mætti gera meira af.


mbl.is Öruggur sigur KR í fyrsta leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúleg flautukarfa hjá Jarvis (Myndband)


mbl.is Jarvis tryggði ÍR ævintýralegan sigur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óli Ólafs treður yfir hausinn á Jeremy Caldwell

Fengið "að láni" frá GrindavikTV.


Pavel með myndarlega þrennu

IMG_2153KR-ingar sluppu með skrekkinn gegn Fjölni á eigin heimavelli og náðu rétt að tryggja sér sigurinn á síðustu mínútunni.  Eitthvað hikst í KR-vélinni eftir að þeir sendu Semaj Inge frá sér þar sem Pavel Ermolinskij er kominn í Vesturbæinn.  Pavel olli ekki vonbrigðum í kvöld þar sem hann smellti svo mikið sem einni þrennu á stattið - 13 stig, 14 fráköst og 11 stoðsendingar, að viðbættum 5 stolnum boltum.  Ekki slakar tölur það en þetta lærði hann að sjálfsögðu þegar hann lék með ÍR.  KR eru ekki enn komnir með annan útlending í staðinn fyrir Inge en það við því búist að það verði stærri maður sem þeir muni næla sér í fyrir úrslitakeppnina.

Mínir menn gripu í tómt í Keflavík þrátt fyrir góðan sprett í upphafi leiks og að vera aðeins 5 stigum undir í hálfleik.  ÍR missti þetta svo frá sér í seinni hálfleik og uppskáru 20 stiga tap.  StArason stigahæstur með 27 stig og 5/7 í þristum.  Allt stefnir í eitt daprasta ár ÍR í körfuboltanum sem ég man eftir.  Hrökkbrauðin hrannast upp með Svenna og Hregga í valnum.  Eazy hálfgert hrökkbrauð, inn og út á hálfri getu með liðinu og Gulli beilaði yfir í annað lið.  Það er reyndar hreint magnað að það sé enn eitthvað eftir af móralnum hjá mínum mönnum miðað við áföllin í vetur. 

Mynd:  Karfan.is


mbl.is KR slapp fyrir horn gegn Fjölni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband