Pavel með enn eina þrefalda tvennu

Þetta er nú meira bullið sem þessi drengur er.  Leiddi KR liðið til sigurs gegn mínum mönnum, með flest fráköst og flestar stoðsendingar KRinga.  15 fráköst og 16 stoðsendingar eða jafnmargar stoðsendingar og allt ÍR liðið til samans.  Var strax kominn með 9 kvikindi í hálfleik.  Bætti svo við 10 stigum til að fullkomna þrennuna.  Teigurinn hjá ÍR var gersamlega galopinn allan leikinn sem KR nýttu sér vel með að skora 76 af stigum sínum þar inni.  KR-ingar hirtu gersamlega allt sem skoppaði af hringnum og yfirfráköstuðu ÍR-inga 49-21.

Sovic átti fínan leik í fyrri hálfleik en hefði mátt fá boltan meira inn í teiginn.  Rob Jarvis leiddi ÍR í stigaskori en tók 17 skottilraunir fyrir utan þriggja stiga línuna til þess, en sökkti þó 5 þeirra.  Ég var ánægður með minn mann, Eazy E að dræfa stíft á körfuna og senda þá boltann út, því það kom hreyfingu á KR vörnina.  Eitthvað sem Jarvis mætti gera meira af.


mbl.is Öruggur sigur KR í fyrsta leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Djöfull er þessi Jarvis ykkar slappur.

Sáuði upphitunina? Mér sýndist hann bara eitthvað vera að fíflast. Hann tók stundum glórulausa þrista og byrjaði ekki að hitta neitt fyrr en í fjórða leikhluta

Grétar (IP-tala skráð) 26.3.2010 kl. 14:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband