Pavel með myndarlega þrennu

IMG_2153KR-ingar sluppu með skrekkinn gegn Fjölni á eigin heimavelli og náðu rétt að tryggja sér sigurinn á síðustu mínútunni.  Eitthvað hikst í KR-vélinni eftir að þeir sendu Semaj Inge frá sér þar sem Pavel Ermolinskij er kominn í Vesturbæinn.  Pavel olli ekki vonbrigðum í kvöld þar sem hann smellti svo mikið sem einni þrennu á stattið - 13 stig, 14 fráköst og 11 stoðsendingar, að viðbættum 5 stolnum boltum.  Ekki slakar tölur það en þetta lærði hann að sjálfsögðu þegar hann lék með ÍR.  KR eru ekki enn komnir með annan útlending í staðinn fyrir Inge en það við því búist að það verði stærri maður sem þeir muni næla sér í fyrir úrslitakeppnina.

Mínir menn gripu í tómt í Keflavík þrátt fyrir góðan sprett í upphafi leiks og að vera aðeins 5 stigum undir í hálfleik.  ÍR missti þetta svo frá sér í seinni hálfleik og uppskáru 20 stiga tap.  StArason stigahæstur með 27 stig og 5/7 í þristum.  Allt stefnir í eitt daprasta ár ÍR í körfuboltanum sem ég man eftir.  Hrökkbrauðin hrannast upp með Svenna og Hregga í valnum.  Eazy hálfgert hrökkbrauð, inn og út á hálfri getu með liðinu og Gulli beilaði yfir í annað lið.  Það er reyndar hreint magnað að það sé enn eitthvað eftir af móralnum hjá mínum mönnum miðað við áföllin í vetur. 

Mynd:  Karfan.is


mbl.is KR slapp fyrir horn gegn Fjölni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vá er tölfræðin í leik ÍR og keflavík rétt

Sovic 4/14 og mike 1/12 í 2stiga samtals 5/28 um 20% skotnýting. Frábærir útlendingar þar á ferð og eru að gera góða hluti fyrir liðið. Greinilega ekki alveg að fatta að það þetta sé liðsíþrótt..Íslendingarnir voru 8/17 tæp 50%, spurning að fara leyfa þeim að skjóta meira? ég bara spyr. 

Getur verið að við séum að fara að falla?

ÍR (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 10:57

2 Smámynd: Emmcee

Sovic er 4/14 í tveggja, 2/4 í þriggja - samtals 6/18
Mike er 1/12 í tveggja, 2/9 í þriggja - samtals 3/21
Samtals setja þeir niður 9 skot úr 39 tilraunum sem er um 23%.  Bættu 9 töpuðum boltum við það.  Frábær árangur það!  Sök sér að Sovic var þó með 15 fráköst og þar af 6 í sókn en Mike var algerlega úti að skíta.

Emmcee, 15.2.2010 kl. 12:49

3 identicon

15 fráköst jú það er fín tala. 

 Hann er með 6 sóknarfráköst sem er gott. en er það ekki einmitt vegna þess að hann er taka frákast eftir slakt skot hjá sjálfum sér? Hann hefði örugglega getað  gefið boltann ef ég þekki hans leik rétt. en þar sem hann er strettball player serbíu.

Mike átti að fara heim með Quick og vera snöggur að því hann hreinlega er mjög lélegur leikmaður, vægast sagt....... Hver eiginlega fann hann??

Dabbi (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 13:26

4 identicon

gleymið þessu tjatti piltar GRINDAVÍK tekur alla titlana. púntur.....

atlas (IP-tala skráð) 15.2.2010 kl. 16:00

5 identicon

Tjahh, miðað við kommentið þitt Atlas, fer titillinn í stafsetningarkeppni 2010 ekki til Grindavíkur....

Nalli (IP-tala skráð) 16.2.2010 kl. 11:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband