Þristar á útsölu hjá Knicks
18.12.2009
Alltaf gaman að sjá þessa fornu fjendur eigast við. Makalaust hvað þetta er óagað lið þarna í mekka körfuboltans. Setja nokkra þrista í byrjun og svo fer að halla undan fæti. Nei, heyrðu... höldum bara áfram að fleygja upp þristum eins og enginn sé morgundagurinn. 2/16 í öðrum leikhluta. Ekki nóg með það... áfram með veisluna. 47 þriggja stiga skot?!!! Þeir tóku fleiri þrista heldur en skot innan línunnar. Eitthvað held ég að D'Antoni hafi sett hárblásarann á full blast eftir leikinn. Eins lélegir og Bulls eru þessa dagana var ekki fræðilegur möguleiki fyrir þá að tapa þessum leik.
Athugasemdir
Smá þráðrán hérna, var að velta því fyrir mér hvort það væri hægt að sjá tölfræði yfir hvaða einstaklingar hafa flestu troðslurnar í deildinni í dag? Ef svo er, þá væri yrði fínt að fá link á það. Annars frábær síða hjá þér, kíki daglega.
Arnór (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 18:00
http://www.cbssports.com/nba/dunk-o-meter
D-12 leiðir þetta eins og undanfarin ár með 64 kvikindum á þessu tímabili, sem þýðir að hann er með 2,5 troðslu í leik.
Emmcee, 18.12.2009 kl. 22:37
KRÆST.....
Ómar Ingi, 19.12.2009 kl. 16:38
Kemur ekki á óvart, samt eitthvað skrýtið við þennan lista. Vantar minn mann Stoudemire þarna, hann var i það minnsta með 5 sleggjur gegn Portland í fyrrinótt og ég held ég geti fullyrt að hann sé pottþétt með 40+ á þessu seasoni, en ég sé hann hvergi á listanum.
Arnór (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 16:56
Helduru að CBS sé að feika listann þá ?
Dóri (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 18:00
Það sagði ég ekki, en ertu að segja mér að STAT komist ekki inná top 50 listan yfir flestar troðslur so far á seasoninu? Ég er mikill Suns maður og horfi á alla leiki, og ég get fullyrt það að stat sé með 40+, ekki að það skipti miklu máli en alltaf gaman að svona tölfræði sulli.
Arnór (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 18:32
Það er rétt, Arnór. Það er mjög einkennilegt að Stat sé ekki á þessum lista. Þetta hlýtur að vera eitthvað úrelt. Fann annan link hjá CBS á lista þar sem hann er í 3. sæti, sem hlýtur að vera réttur.
http://www.cbssports.com/nba/dunk-o-meter/yearly
Ef þú smellir á "Daily" þá sérðu líka fjölda troðslna á síðasta leikdegi.
Emmcee, 19.12.2009 kl. 22:55
Þakka fyrir linkinn, þessi listi er líklega hárréttur og kemur svo sem fátt á óvart þarna.
Arnór (IP-tala skráð) 19.12.2009 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.