Kobe klárar Bucks í framlengingu

Skilgreiningin á sjálfsöryggi... skotið á lokamínútum framlengingarinnar (3:33) nánast nákvæmlega eins og skotið á lokamínútum venjulegs leiktíma (2:44).  Það er eins og hann hugsi:  "Hmm... virkaði ekki að pivota strax af hægri og upp í skot.  Prófa þá að feika pivot til vinstri en sný svo strax til hægri og fade-away."  Eins og Hinrich sagði eftir leikinn gegn Lakers um daginn þegar hann var spurður að því hvernig væri að dekka hann þegar hann dettur í gírinn:  "It sucks. It just feels like your wasting all your energy."

Kobe er samt heppinn að fá ekki ruðning á sig þegar hann bombar niður Bogut (3:13).  Bogut er búinn að ná góðri stöðu langt fyrir utan hálfhringinn og Kobe býr til allt höggið, eftir því sem ég fær best séð.  Þessi dómur hefur sýnilega breytt miklu um úrslit leiksins.

Takið samt eftir því að hálf höllinn Í MILLWAUKEE fagnar óheyrilega þegar Kobe klárar leikinn.  Hvað er eiginlega í gangi með þetta Lakers æði hérna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Fingurbrotinn og flottur

Ómar Ingi, 18.12.2009 kl. 09:57

2 Smámynd: Ingvar Þór Jóhannesson

Klárlega rétt villa á Bogut. Contactið verður að vera á torso til að fá ruðning..hann rétt kemur við mjöðmina á honum og Bogut er bara að reyna að fiska ruðninginn. Good call imo. 

 Þessi sigurkarfa er svo algjör snilld. Svo mikið confidence. Fer á sama punktinn og í regulation og setur það þegar er pressa. Engin pressa þegar það er jafnt en you better hit it down one!!

Þakka líka endalaust fyrir bloggið. Alltaf jafn gaman að kíkja á updatein hjá þér!

Ingvar Þór Jóhannesson, 18.12.2009 kl. 13:26

3 identicon

Samála gamla IR-ingnum um að þetta var aldrei sóknarvilla!! Bogut var bara að fiska.

Kobe 8 (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 17:04

4 identicon

Bara ruðningur. Svo finnst mér líka alltaf fáránlegt í NBA þegar dæmd er karfa góð á svona. Skref á Kobe? Skoðið allavega körfu nr.2 sem sýnd er í þessu vídjói. Minnst 4 skref hjá Kobe.

Pétur Ingi (IP-tala skráð) 18.12.2009 kl. 23:04

5 Smámynd: Ingvar Þór Jóhannesson

Sæll Pétur. Ef þú ert að tala um körfu númer 2 sé ég ekki skref. Hann stingur honum strax niður og ég sé engan dæma skref þarna.

Svo er klárt skv. reglum að þetta er blocking foul eða no call á Bogut. Aldrei ruðningur á Kobe þarna. Ekki af því að hann heitir Kobe heldur útaf körfuboltareglum!

Ingvar Þór Jóhannesson, 21.12.2009 kl. 14:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband