Gamalt vs. nýtt

Allen Iverson vs. Ty Lawson... face!

4169297522_6f843d8f0b_o


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

sæll og takk fyrir góða síðu, skoða hana reglulega.

Ein spurning, hvar horfir þú a nba leiki ?

Eru margir leikir sýndir á þessu nba tv sem fylgir fjölvarpinu ?

eða ertu að horfa á þetta i gegnum netið ?

kv. R.Lewis

Arnar (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 15:39

2 Smámynd: Emmcee

Takk fyrir að koma reglulega... í sannleika sagt hef ég verið óheyrilega lélegur að horfa á leiki það sem af er vetri.  En þegar ég horfi þá oftast á netinu.  Eins og þú kannski veist þá er hægt að finna streymda leiki frítt á netinu en það er oft helv. vesen og gæðin alveg upp og niður.

NBAtv er með beinar útsendingar vikulega held ég, og endursýningar eitthvað oftar.  Beinu útsendingarnar á NBAtv eru oftast leikir með lakari liðum.  High profile match ups eins og Lakers vs. Celtics eru alltaf á ESPN og því aldrei sýndar beint á NBAtv.  Alla vega ekki svo ég viti til.  Sýna líka mikið gamla leiki. 

Svo eru nottla Stöð2Sport með vikulegar útsendingar.  Það eru oftast betri leikir en eru sýndir á NBAtv.

Ég get mælt með NBA League Pass þar sem hægt er að sjá hvern og einn einasta leik sem leikinn er í deildinni yfir netið gegn gjaldi.  Hef séð leiki í þessu formati og það eru absúrd gæði þarna á ferð, en það þarf að sjálfsögðu dáldið svera tengingu til að þetta gangi almennilega fyrir sig.

Nóg í boði fyrir þá sem hafa áhuga.

Emmcee, 9.12.2009 kl. 18:02

3 identicon

Sælir

Ég nota mikið þennan link.http://atdhe.net/

Hann er bara mjög fínn og flest allir nba og college leikir sem eru sýndir.

kv Gulli

Gunnlaugur Elsuson (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 18:06

4 identicon

NBA TV er með leiki í beinni á hverju kvöldi nema stundum á fimmtudögum þegar það eru einungis tveir leikir í gangi úti. Þá er TNT með þá.

Voru t.d. með tvo leiki í beinni á sunnudag og það kemur alveg fyrir að það séu stórleikir í beinni en eins og Emmcee segir svo framarlega sem stóru stöðvarnar eru ekki með leikina.

Síðan er nýjung hjá þeim í vetur að sýna leiki í óbeinni daginn eftir.

En mesta steikin við NBATV er að þeir virðast yfirleitt velja leikina sem byrja kl. 03:30 fyrir Evrópu þrátt fyrir að það séu betri leikir í boði fyrir stöðina og þeir eru með réttinn á. Þá leiki hafa þeir sýnt á bandarísku NBATV sem btw er mun betri en sú evrópska.

Ef þú sérð fram á að vaka mikið og horfa á leikina þá er League Pass algjörlega málið.

President (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 18:13

5 identicon

Sami galli við league pass og nbatv er þó að leikir sem eru sýndir yfir öll bandaríkin eru ekki til staðar á league pass, þar af leiðandi eru leikir espn og tnt t.d. ekki til staðar á league pass

gunso (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 18:55

6 identicon

Gunso, það stenst ekki. International League pass sýnir leiki þó þeir séu sýndir yfir öll Bandaríkin....t.d. er núna á eftir að byrja Chicago vs. Atlanta. Leikurinn er sýndur á ESPN og Int'l League Pass.

Kostar ekkert og er vel þess virði! Fullt af efni.

Ragnar Már (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband