NBA molar

Greg Oden var hrökkbrauð löngu áður en hann kom í deildina

Fyrrverandi NBA dómarinn Tim Donaghy er fjarri því búinn beina ljóskastaranum í svartasta myrkur deildarinnar.  Hann hefur nú gefið út tvær bækur þar sem hann fjallar um m.a. sambönd leikmanna eða þjálfara við dómara og þar er margt sem vekur athygli.  Sumir dómaranna t.d. elskuðu Allen Iverson, aðrir algerlega hötuðu hann.  Í viðtali nýverið við WEEI útvarpsstöðina í Boston sagði hann að allir dómararnir væru þó á sama  máli að hata Rasheed Wallace og að hann fengi hvergi grið, enda með flestar tæknivillur í sögu deildarinnar.

Eigandi Utah Flash í NBDL deildinni sem reynt hefur allt hvað hann getur til að fá Michael Jordan til að mæta Bryon Russell í einn-á-einn eftir HOF ræðuna hans MJ í sumar, sökk niður í nýjar lægðir um daginn þegar hann hélt því fram að MJ myndi mæta á leik með liðinu og spila við Russell í hálfleik.  Nú, kofinn fylltist en enginn MJ mætti og voru ansi margir ósáttir við bragðið.

Danny Granger frá í mánuð vegna meiðsla.

Dwight Howard verður steiktari með hverjum degi sem líður.  WTF?!

Jerryd Bayless vill komast frá Portland.

Gilbert Arenas hefur ríkt hugmyndaflug þegar kemur að afsökunum vegna slakrar frammistöðu undan farið.  Hef heyrt að ónefndur ÍR-ingur sem þarf oft að hjálpa afa sínum hafi veitt Gil ráðgjöf eftir leikinn.

K-Mart mun ekki spila með Denver gegn Charlotte í kvöld þar sem litli puttinn hans fór úr lið í leiknum gegn Philly.  Hvaða væl er þetta?  Þegar þetta kom fyrir mann hérna í back in the day, þá kippti maður bara draslinu í liðinn sjálfur og hélt áfram að spila.  Liðurinn er reyndar hálf ónýtur eftir það en vaddahell!  K-Mart fær samt props fyrir að spila áfram leikinn gegn Philly strax eftir meiðslin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dwight hrækir ekki á boltana. Ef svo væri þá væri NBA löngu búið að setja eitthvað út á þetta, sérstaklega útaf svínaflensunni. Deildin mundi aldrei nokkurn tímann leyfa þetta.

 Hann fær boltann meðan liðin eru að skipta inn leikmönnum (dead time) eða sá sem er á línunni gengur eitthvað frá línunni. Hann blæs á hann, talar við hann og snýr honum í fanginu á sér og horfir í augun á andstæðingnum, aðallega þeim sem er að taka vítin. Psych out. Hann segir meira að segja sjálfur að hann blæs bara á hann og "putting a spell on it". Bara lítið grín hjá honum.

 Hann hefur gert þetta síðustu 2 season og okkur Magic viftum finnst þetta oft frekar furðulegt, en hann hrækir ekki.

Merkilegt að þessi gaur haldi því fram að hann hræki á boltann þar sem hann gerir það aldrei og meira að segja quotar Dwight um að hann blási bara á þá (og tali við þá).

Arnar (IP-tala skráð) 9.12.2009 kl. 11:41

2 Smámynd: Emmcee

Emmcee, 9.12.2009 kl. 12:52

3 identicon

Já, mér finnst þessi afsökun nú ekki alveg á sama kaliberi og þær sem koma frá snillingnum Benna, en góð engu að síður.

eazy (IP-tala skráð) 11.12.2009 kl. 16:40

4 Smámynd: Emmcee

Toppar enginn Benna.

Emmcee, 12.12.2009 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband