Bloggið á Mbl.is hefur hótað að loka öllum bloggum sem eru með "höfundarréttarvarið efni" á síðum sínum. Einnig hef ég heyrt því fleygt að STEF ætli að senda gíróseðil fyrir stefgjöldum á alla þá sem halda úti síðum með "höfundarréttarvarið efni". Hef ekki alveg efni á að vera að borga fyrir að fá að kynna tónlist hérna sem annars aldrei fengi spilun neins staðar hér á landi. Á nú reyndar eftir að kynna mér þetta frekar en er ekki að taka neina sjensa þangað til þetta er komið á hreint.
Athugasemdir
Hey er playlistinn í hægra efra horninu farinn?
Auðnin (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 15:51
Bloggið á Mbl.is hefur hótað að loka öllum bloggum sem eru með "höfundarréttarvarið efni" á síðum sínum. Einnig hef ég heyrt því fleygt að STEF ætli að senda gíróseðil fyrir stefgjöldum á alla þá sem halda úti síðum með "höfundarréttarvarið efni". Hef ekki alveg efni á að vera að borga fyrir að fá að kynna tónlist hérna sem annars aldrei fengi spilun neins staðar hér á landi. Á nú reyndar eftir að kynna mér þetta frekar en er ekki að taka neina sjensa þangað til þetta er komið á hreint.
Emmcee, 7.12.2009 kl. 17:08
Stef er að ráðast á einkapartý líka þannig að það kæmi mér alls ekki á óvart að þeir fari að dúndra gíróseðlum hægri vinstri.
Smelltu bara Sólarsamba í spilarann og Maggi verður sáttur
President (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 18:20
Sorglegt video
Ómar Ingi, 7.12.2009 kl. 18:59
Too true, Ommi... maður ruglar ekkert með Warriors. Klassísk mynd.
Emmcee, 7.12.2009 kl. 19:03
NKL
Ómar Ingi, 8.12.2009 kl. 01:26
Vá hvað það er heimskulegt. Hef uppgötvað mörg gæða lög gegnum þessa síðu!
Auðnin (IP-tala skráð) 8.12.2009 kl. 05:58
Held samt áfram að pósta YouTube myndböndum þangað til það verður bannað.
Emmcee, 8.12.2009 kl. 10:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.