Noah er ekki að fíla stælana í LeBron
6.12.2009
Álit mitt á LeBron James hríðfellur með hverjum leik sem spilaður er í vetur. Þá á ég ekki við álit mitt á hæfileikum hans heldur á honum sem leikmanni og persónu. Í leiknum gegn Bulls um á föstudaginn, þar sem Cleveland var að valta yfir Chicago, tók Bron smá dans til að fagna því að vera að niðurlægja Bulls, eftir að brotið var á honum. Joakim Noah var bara einfaldlega ekki að fíla það og kallaði eitthvað til hans. LeBron, í stað þess að taka bara vítin og hlæja að Noah, ákvað hann að kalla eitthvað til baka og ganga svo yfir til hans og halda samtalinu áfram.
Ég er ekki að segja að bullið í Noah hafi ekki verið steikt og óþarfi, en hann var bara pirraður yfir því að vera að skíttapa... eðlilega. 'Bron er hins vegar orðinn svo mikill kóngur að það má ekkert segja við hann án þess að því fylgi einhverjir eftirmálar. Sá sem hann langar til að vera brást aldrei svona bjánalega við áreiti frá leikmönnum af bekknum. Ósjaldan voru rugludallar að bulla í honum en hann hló alltaf að þeim og tróð svo bara í andlitið á einhverjum í næstu sókn. Eða jafnvel sökkti vítaskoti með lokuð augun til að sýna þeim hvern þeir væru að fást við. Þetta verður ekki í síðasta skiptið sem menn reyna að bulla í LeBron. Hann þarf að venjast því. Ætli það verði ekki reglubreyting fyrir úrslitakeppnina á þá vegu að enginn megi kalla neitt inn á völlinn af bekknum.
Athugasemdir
Sá þennan leik og Noah á skilið hrós fyrir að þora að segja eitthvað við hans hátign.
Mest hissa á að einhver Bullsarinn hafi ekki bara fórnað sér og gefið honum einn á lúðurinn.
Gulldrengurinn var gjörsamlega óþolandi í leiknum, dansandi eins og fífl í öruggum sigri til að nudda salti í sárin.
Noah var bara að segja honum að hætta þessu kjaftæði og halda áfram með leikinn.
President (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 22:37
Ég er alveg sammála þér þó ég sé Cavs maður - hann ætti að einbeita sér meira að körfuboltanum. Álitið mitt fer minnkandi á honum og álitið vex á Kobe.
Grétar (IP-tala skráð) 6.12.2009 kl. 23:02
Gildir einu þó LeBron hafi verið að dansa sigurdans og nudda salti í sárin. Það er ekkert sem bannar það. Noah á líka rétt á að segja honum að troða því upp í rassgatið á sér. Bron þarf bara að læra að höndla það. Því fyrr sem hann áttar sig á því það er til fólk þarna úti sem finnst hann ekki æðislegur og bestur, því betra.
Bara svo það sé á hreinu þá hefur þessi pirringur minn ekkert að gera með það að Cavs voru að niðurlægja Bulls. Það virðast öll lið í deildinni geta það þessa dagana.
Emmcee, 6.12.2009 kl. 23:32
Djöfuls væl er þetta í ykkur stúlkur
Ómar Ingi, 7.12.2009 kl. 00:04
Það er rétt, Ómar. LeBron ætti að hætta þessu væli og fara að spila körfubolta.
Emmcee, 7.12.2009 kl. 09:11
Ommi.
Ef þú vilt sjá hvernig Lebron lítur út í Knicks treyju þá getur þú séð það hérna http://d.yimg.com/a/p/sp/getty/54/fullj.e3a1a3be04204ef806d2440969755ec1/e3a1a3be04204ef806d2440969755ec1-getty-90041107jg024_suns_cavs.jpg
Vel valið hjá Cavs haha
President (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 12:39
Bhwwaaahahah... Cavs voru alltaf í svona búning þegar Jordan var að skjóta úr þeim augun hérna back in the day.
Emmcee, 7.12.2009 kl. 13:10
Þegar ég sá þetta þá var ég ekki hrifin af honum, en Noah hefði kannski getað sagt honum bara að hætta þessu í stað þess að vera kalla þetta á hann. Ég er nú meira ósáttur með grétar, þú ferð ekkert að halda með Kobe í stað LeBron, sannur Cleveland aðdáandi heldur með LeBron og Shaq og öllu liðinu
Jason Orri (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 16:58
Eins og þú, sannur Chicago Bulls aðdáandi sem heldur með LeBron?
Emmcee, 7.12.2009 kl. 17:10
Jason - ég hætti ekkert að halda með CLE , maður velur bara sitt lið og heldur með því, breytir ekkert. Ég sagði bara að álitt mitt færi minnkandi á Lebron og vaxandi á Kobe
Grétar (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 17:17
Ég held nú meira upp á Tyrus Thomas heldur en LeBron og Kobe
Jason Orri (IP-tala skráð) 7.12.2009 kl. 18:02
Kellinga væl er þetta alltaf hreint hérna
Ómar Ingi, 7.12.2009 kl. 19:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.