NBA molar

Slúður í gangi um að Dwyane Wade og LeBron James geti endað í sama liði á næsta tímabili.  Spurning hvort það verði Chicago Bulls?  Wade nýbúinn að kaupa stórt hús í Chicago (sem er reyndar upprunalegi heimabær hans) og LeBron sagði í gær að hann ætlaði sennilega að skipta um treyjunúmer á næsta tímabili, í númerið 6 (gamla ólympíunúmerið) og að enginn ætti að bera númerið 23 sem virðingarvott um Michael Jordan.  Númerið 23 er komið úr umferð og upp í rjáfur í Chicago og því ómögulegt fyrir LBJ að bera það fari hann þangað yfir.  James hefur líka ákveðið að svara ekki frekari spurningum um hvað hann ætli að gera næsta sumar, fyrr en næsta sumar.

Don Nelson, þjálfari Golden State Warriors, á ekki sjö dagana sæla núna.  Nýbúinn að lýsa því yfir að það sé "harder than hell" að treida frá sér Stephen Jackson, og núna í mjög svo opinberu rifrildi við Monta Ellis á æfingu í gærkvöld.

LeBron James dreymdi um í æsku að spila með Michael Jordan í liði.  Who hasn't?

Byron Scott, þjálfari New Orleans Hornets, hefur verið sagt upp störfum, og framkvæmdastjóri liðsins tekur við þjálfun.  Margir hafa velt því fyrir sér hvort hann eigi þó ekki einhverja sök í slöku gengi liðsins einnig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég krossa fingur að D Wade og Lebron fari í Bulls en svo er maður að heyra að þeir verði báðir með Miami eða Knicks á næsta ár. Nú má enginn spila nr 23 hjá Miami þannig að spurning hvort það sé ástæðan fyrir því að Lebron sé að hætta að spila nr 23. Sjiiiiiii nóg að gerast

Steinar Ara (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 13:59

2 identicon

Það er enginn meira full of it en Lebron James

President (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 14:02

3 identicon

Hvað þyrfti marga bolta inni á vellinum ef Lebron og Wade verði í sama liðinu? Finnst þetta afar ólíkleg kenning.

Annars leiðinlegt að sjá hvernig allt virðist vera að fara til fjandans hjá mínum mönnum í Hornets. Eftir að hafa leitað að upplýsingum um þjálfara reynslu Jeff Bower virðist hann aldrei hafa verið aðalþjálfari hjá stóru liði í NBA eða háskóla deildinni. Honum til aðstoðar verður svo Tim Floyd sem er með eitt versta vinningshlutfall sögunnar sem aðalþjálfari. Kannski var kominn tími á Byron Scott en ég er ekki bjartsýnn að þetta séu réttu mennirnir til að leiða þá inná rétta braut.

Trausti Stefánsson (IP-tala skráð) 13.11.2009 kl. 14:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband