NBA molar
11.11.2009
Hasheem Thabeet, nýliði Memphis Grizzlies, kjálkabrotnaði í leik gegn Portland í gær. Og hver haldiði að hafi verið þar að verki? Zach Randolph! Lúðar. (Myndband)
Houston Rockets og Tracy McGrady greinir á um hvenær hann muni spila aftur með liðinu.
Kareem Abdul-Jabbar hefur greinst með hvítblæði.
Donnie Walsh, framkvæmdastjóri New York Knicks, er búinn að átta sig á því klúðri að hafa ekki draftað Brandon Jennings.
Tayshaun Prince gæti þurft aðgerð á bakinu á sér.
LeBron James: "Að vinna titil skiptir meira máli en peningar."
Kobe Bryant hefur tekið 36% af skotum sínum á þessu tímabili í kringum teiginn. Sama hlutfall var 14% í fyrra.
Eddie Curry gengur vel að ná niður þyngdinni.
Golden State Warriors halda áfram að sjoppa með Stephen Jackson.
Dwight Howard fær $15.000 sekt fyrir að gagnrýna dómara á blogginu sínu.
Shaq og frú að skilja.
Gerald Wallace sem er aðeins rétt rúmir tveir metrar, leiðir deildina í fráköstum - 13,8 í leik.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.