Boston sigra þrátt fyrir tilþrif LeBron
28.10.2009
LeBron James með 38 stig, neglandi þristum í andlitið á Garnett og fleirum og með rugl varnartilþrif, en samt tekst Cavs ekki að kreista út sigur gegn Boston á heimavelli. Mér finnst Cavs ekkert líta allt of vel út akkúrat núna, hvað þá í preseasoninu. Sóknin flæðir illa og liðsvörnin hriplek. Boston stimpla sig vel inn í byrjun tímabils og sýna deildinni að með Garnett ómeiddan er þetta lið illviðráðanlegt.
Lakers öruggir í sínum fyrsta leik tímabilsins. Clippersliðið hálflamað eftir meiðsl Blake Griffin sem halda honum utanvallar næstu 6 vikurnar.
Lakers hóf titilvörnina með sigri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ekkert rúst hjá mínum mönnum í Lakers, en allavega sigur. Er ánægður hvað Bynum virðist vera orðin sterkur, vona að hann haldi svona áfram. Þetta ætti allt að malla vel ef að Artest heldur hausnum í lagi.
Siggi (IP-tala skráð) 28.10.2009 kl. 17:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.