Latrell Sprewell 1999 NBA Finals Game 5

Einn skemmtilegasti leikmaður NBA deildarinnar á 10. áratugnum, Latrell Sprewell.  Hér með New York Knicks í 1999 úrslitunum gegn San Antonio Spurs.  Patrick Ewing meiddur á bekknum og Knicks 3-1 undir í fimmta leik í Madison Square Garden.  Staðan er 47-43 fyrir Spurs og 5 mín eftir af þriðja hluta þegar Spree hrekkur í gang eftir svívirðilega andlitstroðslu yfir Jaren Jackson.  Endar með að setja 8 af 11 skotum sínum í seinni hálfleik og endaði með 35 stig og 10 fráköst.

Ekki dugðí það til því Knicks töpuðu 78-77 og seríunni í 5 leikjum, en magnaður leikur Spree í þessari seríu gleymist seint.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg sammála þér þarna, þessi gaur var magnaður...

Verst hvað hann skeit uppá hnakka í lok ferilsins þegar hann heimtai nýjann samning við timberwolves þegar hann var með tæplega 15 mill. dollara í laun og rökin voru að hann ætti fjölskyldu og þurfti að eiga peninga til að fæða hana og klæða...

Núna er hann í skitnum einhverstaðar því hann lenti í skattinum að mig minnir.

Snilldar körfuboltamaður og einn af mínum uppáhalds...

http://sundaynonsports.files.wordpress.com/2008/02/sprewell.jpg

Latrell (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 11:29

2 Smámynd: Emmcee

Enda læt það milli hluta liggja hversu mikill snillingur hann var utan vallar.  Réðst á að kirkti Dave Cowens þegar hann þjálfaði Warriors á sínum tíma. Mig hefur reyndar oft langað til að gera það sama þegar ég heyri hann lýsa leikjum.  En þegar inn á völlinn var komið varð snilldin augljós.

Fæða og klæða börn og buru... voru það ekki líka rök Hedo Turkoglu fyrir að fara frá Magic til Raptors?

Emmcee, 11.10.2009 kl. 12:05

3 identicon

Jú ætli það ekki.

ástæðan var allavega ekki til að auka líkurnar á að vinna titill!

Money makes the world go around!!!!!

Latrell (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 13:05

4 Smámynd: Ómar Ingi

Alger snillingur inná vellinum , soldið skrítinn utan vallar

Ómar Ingi, 11.10.2009 kl. 15:10

5 identicon

Hvernig ber maður Sprewell fram? Sprívell? Sprúell? Og hvar er áherslan?

Grétar (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 18:27

6 identicon

Marcus Camby átti álíka gáfulegt comment þegar David Stern setti dress code á leikmenn deildarinnar. Þá vældi Camby yfir því að þurfa að kaupa sér jakkaföt og spurði hvort að leikmenn myndu ekki fá styrk frá deildinni. Annars gæti hann ekkert keypt föt!

President (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 18:39

7 identicon

Jújú Hedo vældi um að eiga börn og konu sem hann þyrfti að vinna fyrir og til þess að geta séð fyrir þeim þá vildi hann langtímasamning. Velti því oft fyrir mér hvað þessi börn og kona geta ekki gert fyrir 8 milljónir dala á ári, sem þau geta gert fyrir 10 milljónir á ári.

Fyndna er samt að Hedo ákvað að fara til Toronto af því að konan hans vildi fara þangað vegna international menningar þar í borg. Pussywhipped? Hann hafnaði tilboði Magic upp á 49 milljónir tæpar fyrir 5 ár en tók, hvað var það, 56 milljón dollara tilboði Raptors?

Það sem hann gleymdi að taka með í reikninginn að í Florida er enginn skattur tekinn af innkomu íþróttamanna en er í Kanada. Samningur hans við Magic hefði því sennilega verið mjög sambærilegur ef ekki betri, því líkur hans á að vinna eitthvað þar eru meiri en í Toronto tel ég nú.

En já hann þarf að kaupa í og á börnin... og konuna. Fyrir 10 milljónir dollara á ári.

Arnar (IP-tala skráð) 11.10.2009 kl. 21:32

8 Smámynd: Jón Agnar Ólason

@Grétar - framburðurinn er Sprí-vell. Gælunafnið var enda "Shooting Spree".

Latrell Sprewell var frábær leikmaður á sínum tíma, og þegar hann lék með Golden State Warriors var hann líklega næst skemmtilegasti skotbakvörðurinn á eftir sjálfum MJ. Gaurinn kom seint inn (#24, minnir mig) í nýliðavalinu haustið '92 (árgangurinn sem færði oss Shaquille, Zo, Laettner, Jim Jackson, LaPhonso, Gugliotta, Todd Day, Weatherspoon, Harold Miner etc) en vakti snemma athygli fyrir harðan varnarleik, hástökk og troðslur með stíl. Endar líklega á sömu hillu og Shawn Kemp í sögu NBA; hrikalegar troðslur, nokkur All Star Game starts, endalausar tilþrifaklippur í NBA Action ... en engin meiriháttar verðlaun og því ekkert sæti í NBA Hall of Fame þegar uppi er staðið. Synd - Spree var uppáhalds.

Jón Agnar Ólason, 12.10.2009 kl. 01:36

9 Smámynd: Emmcee

@President:  Hahahah... Camby er priceless.  Mr. Glass gerir lítið annað en að væla.

@Jón Agnar:  Þegar maður horfir aftur þá voru ansi margir í þessum '92 draft class sem náðu að verða nöfn en ekkert meira, að undanskildum Shaq og Zo.  Robert Horry var reyndar í þessum draft class líka og hefur náð ótrúlegum árangri í deildinni þrátt fyrir að spila aldrei aðalhlutverk.  Þarna voru einnig Doug Christie, Hubert Davis og P.J. Brown.

@Arnar:  Þeim mun meira sem maður veltir fyrir sér þessum liðsskiptum hans Turkoglu, þeim mun minna skilur maður þau.

Emmcee, 12.10.2009 kl. 10:13

10 Smámynd: Emmcee

Glöggur lesandi benti mér á að ég hafi ranglega nefnt Dave Cowens sem þjálfara Golden State sem Sprewell kirkti hérna back in the day.  Veit ekki alveg hvað ég var að reykja þá því að sjálfsögðu var það P.J. Carlesimo sem varð fyrir þeirri árás, en ekki Cowens.  Mér til varnar þá eru þeir nú báðir rauðhærðir.

Emmcee, 12.10.2009 kl. 13:08

11 identicon

spree var eigilega hetja mín á þessum tíma, hann og alan houston. ég var 8ára og bjó í new york, ekki oft sem ég grét sem krakki en það gerðist eftir þennan leik..

Gustav (IP-tala skráð) 13.10.2009 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband