The G.O.A.T. var tekinn inn í frægðarhöll körfuboltans í dag og í tilefni af því birti ESPN þetta viðtal við hann þar sem hann fer yfir ferilinn og ýmislegt annað. Það helsta sem stendur upp úr þessu viðtali að mínu mati er þrennt:
- Jordan
lýgur sig langanog segist ekki sjá eftir að hafa hætt fyrst 1993 þar sem hann hafi upplifað hálfgert stefnuleysi og misst sjónar af því sem máli skipti í körfuboltanum. Ýmsar samsæriskenningar eru uppi um hvers vegna hann hætti þá og þetta svar að mínu mati gefur þeim byr undir báða vængi. - Hann segir að á því liggi ekki nokkur vafi að Chicago Bulls hefðu getið unnið einn, jafnvel tvo... ef ekki þrjá titla í viðbót, hefði yfirstjórn liðsins ekki tekið þá ákvörðun að leysa liðið upp og byrja upp á nýtt.
- Aðalástæðan fyrir því að hann ákvað að taka þátt í Draumaliðinu 1992 var að fá að kynnast hinum leikmönnunum betur og sjá hvernig þeir undirbúa sig fyrir leiki. Þ.e. skilja andstæðinga sína í NBA deildinni enn betur og hvað keyrir þá áfram.
Congrats, MJ!
Athugasemdir
Nú er ég forvitinn, hvaða samsæriskenningar eru um að hann hætti fyrst?
Siggi (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 11:47
Aðallega sú að þetta fyrsta retirement 1993 hafi í raun verið 1 árs bann sem David Stern hafi boðið MJ. Spilafíkn Jordan var sífellt að flækjast fyrir honum á þessum tíma, t.d. var hann á fullu í spilavítunum í Atlantic City þegar Bulls mættu Knicks í úrslitum austursins 1993 og tékkar frá honum að dúkka upp hjá hinum ýmsu glæpamönnum. NBA deildin var komin á fullt í rannsókn á þessu. Stern hafi svo boðið honum að "leggja skóna á hilluna" eftir úrslitin 1993 og þá yrði öllu sópað undir teppið.
Stern var ekki bara að bjarga ferli og nafni Michael Jordan heldur líka allri deildinni þar sem Jordan var holdgervingur NBA deildarinnar á þessum tíma.
Hér er t.d. umfjöllun um þetta:
http://bleacherreport.com/articles/131997-mjs-1st-retirement-was-it-a-secret-suspension/show_full
Emmcee, 14.9.2009 kl. 12:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.