Ég var búinn að gleyma þessu þar til ég sá þessa auglýsingu fyrir skömmu. NBA deildin bannaði fyrstu Air Jordan skóna á sínum tíma - skór sem voru brautryðjandi í hönnun á körfuboltaskóm á níunda áratugnum. Ástæðan var hins vegar algerlega hillarious... "flashy" rauðir og svartir litir í skónum brutu í bága við strangar búningareglur deildarinnar og var Jordan sektaður um $5.000 í hvert skipti sem hann spilaði í þeim.
Úr varð mikið umtal og reglunum var á endanum breytt að sjálfsögðu og skórnir urðu instant hit. Margir segja að hér hafi verið um að ræða fyrstu djörfu markaðssetninguna af mörgum frá Nike.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: NBA | Breytt s.d. kl. 23:23 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.