Leon Powe semur við Cleveland Cavaliers
12.8.2009
There were a half-dozen playoff caliber teams willing to sign Leon Powe and wait for his surgically reconstructed left knee to heal, but the forward who had been such a big hit in Boston ultimately decided he wanted to team up with an old AAU buddy -- LeBron James.
Powe traveled to Cleveland on Tuesday to have his knee examined by Cavaliers team medical personnel, with the expectation that he will sign a two-year, $1.77 million deal Wednesday.
HookUp: ESPN.com
Eflaust margir Lakers menn þarna úti sem fá hroll við að lesa þetta, en Powe gerði þeim lífið leitt í Celtics/Lakers úrslitunum 2008 þegar hann tætti í sig framlínu Lakers manna hvað eftir annað. Sterkur leikur hjá Cavaliers og fyrir ekki meiri pening en þetta. Náist Powe að verða almennilega heill og komast í þokkalegt leikform fyrir næstu úrslitakeppni eru Cavs allir vegir færir, en það er margt sem hangir á spítunni.
Powe verður að öllum líkindum ekki tilbúinn til að spila fyrr en í febrúar og þá á hann eftir að dusta af sér mesta rykið og komast almennilega inn í leik Cleveland manna. Tala nú ekki um ef hann slítur krossböndin enn og aftur. Þ.a.l. gæti þetta orðið að engu en áhættan er vel réttlætanleg með svona lítinn pening undir. Seinna árið er með team-option sem þýðir að séu Cavs ekki ánægðir með framvindu mála geta þeir sagt honum upp. Gangi þetta hins vegar upp eru Cavs orðnir að mínu mati mun meiri ógn í úrslitakeppninni en í fyrra. LeBron og Mo-Will geta skotið eins og enginn sé morgundagurinn með Shaq og Leon Powe undir körfunni, en þegar Powe var heill var hann einn allra besti sóknarfrákastari deildarinnar.
Athugasemdir
Grétar (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 16:00
Frændi þinn Lebron heldur áfram að reyna að botna egó skalann.
Það er ekki hann sem var í ruglinu.....það voru allir hinir.
"Who brought up the rule that shaking hands, that’s what you’re supposed to do?"
http://www.slamonline.com/online/nba/2009/08/lebron-on-shaking-hands-in-nba-not-done/
President (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 16:31
öööö, ein aulspurning. Þetta tengist Þessu máli nákvæmlega ekki neitt, en ef maður rekur leikmann sem kostar 7 millz, og maður er 3 millz yfir cap space, fær maður þá 4 millur undir cap space eða er maður ennþá yfifr???
Adam Eiður Ásgeirsson, 12.8.2009 kl. 17:19
Ef lið rekur/sleppir (e. waive) leikmanni þá er hann enn á launaskrá hjá því þar til annað lið pikkar upp samninginn. Hitt liðið getur ekki samið við hann upp á nýtt fyrr en gamli samningurinn hefur annað hvort verið keyptur upp eða runnið út, og verður því að pikka upp gamla samninginn.
Þannig að liðið fer ekki aftur undir launaþakið fyrr en það losnar við samninginn, hvort sem leikmaðurinn er að spila fyrir liðið eða ekki.
Ég held að þetta sé rétt hjá mér. Treysti því að einhver leiðrétti það ef svo er ekki.
Emmcee, 12.8.2009 kl. 17:53
Prez Leibbi Jónassar verður í ruglinu þangað til hann kemur í alvöru lið.
Ómar Ingi, 12.8.2009 kl. 18:23
Ok, þakka fyrir góðar upplýsingar.
Adam Eiður Ásgeirsson, 12.8.2009 kl. 19:55
Eflaust margir Lakers menn þarna úti sem fá hroll við að lesa þetta, en Powe gerði þeim lífið leitt í Celtics/Lakers úrslitunum 2008 þegar hann tætti í sig framlínu Lakers manna hvað eftir annað.
Það er mikið til í þessu! Þessi maður er viðbjóður!!!
Horfið á þetta!
http://www.youtube.com/watch?v=eDo98zQDEA8&eurl=http%3A%2F%2Fniketalk%2Eyuku%2Ecom%2Ftopic%2F86035%3Fpage%3D697&feature=player_embedded
Þetta er snilld!!
Kobe 8 (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 21:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.