Kominn tími til

spalding_nbaball_hiresSamband körfuboltaíþróttarinnar og Spalding körfubolta er eins og hamborgari og hamborgarabrauð.  Gengur ekki upp án þess.  Einhvern veginn hefur verið samansem merki milli körfuboltans og Spalding í gegnum tíðina.  NBA deildin hefur alla tíð spilað með Spalding (eftir því sem ég best veit) og þekki ég ekki betri bolta á markaðnum.  Spalding hafa alltaf verið fremstir á kúrfunni hvað varðar þróun á boltum eins og með efni og áferðir. 

Þetta er góðs viti og vonandi að geri íslenska boltanum gott.


mbl.is Spalding næstu þrjú árin í körfunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spalding varð "official" bolti fyrir NBA árið 1984 en hefur notast við þá lengur ásamt Wilson boltum að ég held. En eftir 1984 var það bara Spalding.

Hinsvegar hannaði Spalding fyrsta körfuboltann að ósk Naismith, þegar sá síðarnefndi var að vinna í því að finna upp körfuboltaíþróttina. Þannig að Spalding eru gersamlega rót körfuboltans ásamt Naismith. 

Arnar (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband