Parket please!
16.6.2009
Það eru ansi margir öklar og mörg hné sem hafa farið í þessu húsi, svo ekki sé talað um öll bakmeiðslin sem hafa fylgt með. Gólfið í þessu húsi er alveg skelfilegt eftir að skipt var um dúk í lok 10. áratugarins. Í stað þess að nýta tækifærið og henda inn parketi eins og í flestum íþróttahúsum á höfuðborgarsvæðinu var splæst í nýjan dúk sem er allt of harður.
Það er eðlilegt að ÍR-ingar séu að leita annað eftir áralanga bið eftir almennilegu gólfi þarna. Handboltinn beilaði eins og kom fram í fréttinni '98 eins og gefur að skilja. En margar góðar minningar eru úr þessu húsi þar sem þetta var sem annað heimili manns á tímabili. Eyddi ófáum klukkustundum þarna inni þegar maður var yngri. Drullusvekkjandi ef liðið þyrfti að flytja sig um set en vel skiljanlegt.
![]() |
Koma ÍR-ingar úr Hellinum? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég var nú mikið þarna líka þegar ég var krakki en er ekki viss hvort ég hafi nokkuð stigið fæti á nýja dúkinn. Rámar allavega í að gólfið hafi verið fínt þá.
Annars er það orðið svo langt síðan að maður getur ekki dæmt um það. Skil samt alveg að lið fari úr húsum ef gólfin eru slöpp því meiðsli útaf svona málum eru óásættanleg.
Elta þeir ekki bara handboltaliðið?
Arnar (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 13:36
Ég vona svo sannarlega að Austurberg verði ekki fyrir valinu því leiðinlegra íþróttahús er ekki til. Gjörsamlega ómögulegt að búa til einhverja stemmningu þar.
President (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 13:48
Austurbergið er ekki það skemmtilegasta, nei.
Arnar (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 13:50
Eruð þið allir ÍR-ingar?
Grétar (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 15:37
Satt satt. Algjör skandall að ÍR hafi þurft að spila á þessu skítadúk í öll þessi ár. Ég er samt ekki að sjá nein hús sem við getum notað nema þá íþróttahús kennaraháskólans sem er nú ekkert spes. Reykjavíkurborg er búin að vera að lofa nýju íþróttahúsi í 5-6 ár og hefði átt að vera löngu komið ef eitthvað hefði staðist sem þeir hafa sagt. Mér finnst að það eigi bara að splæsa í parket í Seljaskólann og þá er málið leyst.
Trausti "Tussi Þruma" Stefánsson (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 21:11
Tussi BINGÓ!!!!!!!!!
Splæsa í parket í Seljaskólann og þá er málið leyst! Var að koma af æfingu úr austurbergi & það hús er viðbjóður!
Grétar auðvita erum við allir IR-ingar!!!!!!!!!!!!!!!
Kobe 8 (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.