Going Back To Cali?
14.6.2009
Dwight Howard hefur gefið loforðu um að sjötti leikurinn í úrslitaseríu Lakers og Magic verði að veruleika, en til þess þurfa þeir að vinna leikinn í kvöld.
"You want me to get up here and say the season is going to be over tomorrow? That's not what anybody should do or anybody should think," Howard said. "I believe that we're going to be going back to L.A."
FYI, Dwight... ekkert lið í sögunni hefur tekið titilinn eftir að hafa verið 3-1 undir.
Ll cool j - going back to cali
by dougpark17
Athugasemdir
Dwight er nú bara að segja að Orlando ætla að vinna leik 5.
Hvað á hann annars að segja fyrir leik? "Við töpum"?
Arnar (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 23:52
Hvað, enginn opinn spjallþráður?
Go Lakers!!!!
Siggi (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 00:16
Sá einhver Guadalupe-twistið hjá Pietrus?
Arnar (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 00:37
Nei ég hef misst af því.
Hvernig líst þér annars á þennan leik?
Siggi (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 00:54
ég er allavega ánægður núna, Lakers komnir yfir í fyrsta skipti í leiknum þegar 5:09 eru eftir í öðrum
Siggi (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 00:58
Skemmtilegur leikur, ekki hægt að neita því.
Það bara skiptir samt ekki máli hvort Orlando vinnur þennan leik eða ekki. Sigur hjá Orlando er bara framlenging á því óumflýjanlega
Arnar (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 01:13
CHAMPIONS!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! WHAT A FEELING!!!!!
Kobe 8 (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 02:32
Til hamingju Lakers menn. Lakers átti þetta 100% skilið!
Þó mínir menn hafi tapað 4-1 þá er ég samt alveg ferlega stoltur af þeim. Það bjóst ENGINN við því að þeir kæmust svona langt og kjarni þeirra er enn ungur og verður þarna í einhver ár í viðbót. Bara spurning með Turk.
Flott tímabil komið á enda hjá Orlando. Bætir bara á reynsluna hjá þessum strákum sem voru stimplaðir reynslulausir fyrir úrslitakeppnina og sjálfsagt var það einmitt það sem kom þeim um koll í lokin. En til þess er reynslan, að læra af henni.
Arnar (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 03:00
Ég vil líka taka fram að mér fannst ánægjulegt að sjá Kobe vinna titil sem svona eini "big name" gaurinn í liðinu. Allt sem sparkar í afturendann á Shaq er stór plús í mínum augum því Shaq síðari ára hefur farið óheyrilega mikið í taugarnar á mér.
Arnar (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 03:16
Tjaaaaa, Gasol er nú all-star...
Grétar (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 08:07
Gasol er All-Star, en hann er enginn Shaq og tekur ekki spotlightið af Kobe
... tja ekki nema frá historians í leit að týnda hlekknum
Arnar (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 13:38
Það er hægt að rekja söguna langt aftur og eiginlega öll championship lið hafa haft toppklassa big man. Þess vegna komust Cavs ekki nálægt titlinum
2009 Gasol
2008 KG
2007 Duncan
2006 Shaq
2005 Duncan
2004 Wallace-arnir báðir.
2003 Duncan
2002 Shaq
2001 Shaq
2000 Shaq
1999 Duncan og Robinson
Og svo framvegis
Grétar (IP-tala skráð) 15.6.2009 kl. 14:03
Athyglisverð ábending hjá þér Grétar. Ég held að það sé mikið til í þessu.
Siggi (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 01:32
Jú, mjög mikið til í þessu en eðlilegt að þú stoppir við 1998 þar sem ekki er hægt að segja að seinna threepeat liðið (1996-1998) hjá Chicago hafi verið með toppklassa big man. Nema þú flokkir Dennis Rodman sem slíkan.
'94 og '95 var reyndar einn besti big man í sögu deildarinnar, Hakeem Olajuwon.
'91-'93 er eiginlega sama upp á tengingnum hjá Bulls. Enginn definitive big man í liðinu. Jú, reyndar var Horace Grant (6'10) lykilmaður í því liði og stóð fyrir sínu, en ég held að hann falli ekki í þessa toppklassa kategoríu. Hann gerði t.a.m. ekki gæfumuninn með Magic '95.
Rest is history... DET '89-'90 Bill Laimbeer, LAL '87-'88 Jabbar og svo Robert Parish og Moses Malone etc.
Cavs hefðu hæglega getað unnið þetta árið hefði back-uppið verið til staðar. Hver einasti leikmaður liðsins henti boltanum bara til King James og horfði svo á. Það þarf aðra ógn í sókninni sem Mo Williams átti að vera, og bekk sem hægt er að reiða sig á. Cavs bekkurinn féll saman í hverjum einasta leik í úrslitum austursins. Hefðu þeir náð að leka framhjá Orlando hefðu Lakers tætt þá í sundur í úrslitunum. Það er líka margt sem James á enn eftir að læra.
Center-staðan er hins vegar mjög mikilvæg í íþróttinni og skiptir öllu að þar sé áreiðanlegur leikmaður sem kann vel til verka. Bill Cartwright var enginn stjörnuleikmaður en hann hafði mikilvægt hlutverk í '91-'93 Bulls liðunum sem hann vann vel. Sama má segja um Luc Longley '96-'98.
Emmcee, 16.6.2009 kl. 09:52
Ég flokkaði Dennis sem topp klassa big man, þó hann sé hvað, 6'7", semog Barkley sem er 6'5". Þó þeir séu ekki stórir spiluðu þeir þær stöður.
Liðið þurfti samt engan toppklassa bigman , góður big man var eiginlega nóg. ( Liðið hafði besta leikmann í sögunni)
Já, ef Cavs hefðu komist í finals hefðu Lakers rifið þá í sig. Ég held að við hefðum unnið leik 1, sem við áttum btw að gera, hefðum við getað unnið seríuna . En það er samt hæpið vegna þess að enginn hjá okkur getur dekkað Howard.
En nú er bara að bíða og sjá og vona að bigginn í championship liðinu 2010 verði Shaq eða CB4 hjá Cavs.
Allar stöður hjá Cavs eru vel mannaðar...nema Centerstaðan..Varejao og Hickson eru fínir þar. Þarf center eða já, annan PF sem er alltaf productive ' on the offensive end'.
Grétar (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 10:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.