Michael Jordan um LeBron 2010

G.O.A.T. 

Air Jordan var nýlega gripinn eftir celeb-golfmót og spurður um hvað honum finndist um umræðuna í kringum LeBron James og að hann hugsanlega semji við New York Knicks næsta sumar.

"He's made his mark in Cleveland. I know New York fans would love to have him, but you need a lot more components than just one player. He's done a heck of a job in Cleveland and they deserve to have him there. He's from that area.

"You're asking me to talk about the Knicks and I own the Bobcats. I want to beat you guys every day."

Ég verð að taka undir með honum og segja að Knicks liðið er frábær staður fyrir hann til að baða sig í sviðsljósinu utan vallar, en á vellinum væri hann kominn aftur á byrjunarreit.  Knicks-liðið og reyndar allur klúbburinn er í tómu tjóni og þarf að taka mikið til þar til að hann nái sömu hæðum og þegar Pat Riley og Jeff Van Gundy voru að þjálfa.  Ég er ekki að segja að það sé ómögulegt fyrir hann að vinna titil þar en það mun vissulega taka mun lengri tíma og miklu meiri vinnu.

Jordan var einnig spurður um afrek LeBron James og Kobe Bryant í Madison Square Garden í vetur þar sem Bryant sló stigametið í húsinu með 61 stigi og LeBron skoraði 52 og var einu frákasti frá þrefaldri tvennu, þar sem áhorfendur kölluðu "MVP!" hvað eftir annað.  MJ sagði að þetta tvennt væri ekki sambærilegt við það þegar hann skoraði sjálfur 55 stig í MSG árið 1995 - Knicks liðið spilar einfaldlega enga vörn í dag.

"It had a lot to do with what they were seeing. New York fans are very respectful for the game," Jordan said. "They recognize talent, but ... back when I played, anytime I'd go in the paint I'd have scratches and the possibility of some stitches. I'm not criticizing the game, but in essence it's not the same Knick team that it was when I played. They recognized good basketball. They're very respectful of the game, but I don't think you can compare the two."

Það má vera að ég sé ekki hlutlaus í þessari umræðu en ég verð enn og aftur að vera sammála hér.  '95 lið New York Knicks var langbesta varnarlið deildarinnar það árið sem fékk á sig aðeins 103,8 stig að meðaltali í 100 sóknum (sem þýðir að miðað við aðeins 2 stiga körfur náði vörnin að stöðva eða hindra stigaskor í næstum annarri hverri sókn, hlutfallið hækkar ef 3 stiga körfur eru teknar í jöfnuna).  Liðið sem tapaði naumlega fyrir Houston Rockets í úrslitum árið áður í 7 leikjum.  Að hengja 55 kvikindi á kalla eins og Patrick Ewing, Charles Oakley, Derek Harper, Anthony Mason, John Starks og Doc Rivers held ég að verði að teljast meira afrek en 61 eða 52 á rústirnar sem Knicks liðið er í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emmcee

Eitt sem verður þó að taka fram, að Kobe setti 61 stig (19/31 og 20/20 í vítum) á freakin' 37 mínútum!

Tölfræðin hér:
http://www.nba.com/games/20090202/LALNYK/boxscore.html

Meira um 55 stiga leik Jordan hér:
http://www.michaeljordanbullsdvds.com/55-points.html

Emmcee, 14.6.2009 kl. 00:24

2 identicon

Og BronBron var með 50 point game triple double.  Ég er sammála þér annars - svona legendary gaurar eiga alltaf að vera hjá sama liðinu, sama hvað gerist. Eða svona rjómann úr ferlinum( eins og Wizards tímabilið hjá MJ).  Þá verður ferillinn ljúfari.  LeBron á ekki að fara!  Ég bara trúi því ekki að Cleveland klúðri því að fá stóran mann og að LeBron sé það samviskulaus.

Annars, 2010 verður þá líklega besta ár lífs míns.  Ég neita að trúa öðru en að Cleveland og Liverpool verði meistarar. Reyndar verða KR líklega ekki meistarar ( kannski í kvennaflokki) en titlarnir í ár og '07 bæta það upp.

Grétar (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 01:02

3 identicon

Og ég byrja í menntó, can't beat that. 

Enívei, þessi 95 finals eru ein þau sorglegustu í sögunni. Chewing eins nálægt því að fá eina hring ferils síns og hann gat mögulega komist og John Starks eyðileggur allt,

Grétar (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 01:07

4 identicon

Liverpool meistari ertu að grínast!!!!

Kobe 8 (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 08:28

5 Smámynd: Emmcee

Þeir tóku síðasta frákastið af LeBron og þar með fékk hann ekki triple-double í þessum leik.

Þetta voru '94 Finals.  Orlando fóru í úrslitin '95.  Bara ef John Starks hefði haldið playoff meðaltalinu sínu '94 (38%) og sett niður þó ekki væri nema 3 af þessum 11 þriggja stiga skotum sem hann múrsteinaði í þessum game 7, þá hefði sagan verið allt önnur.

Emmcee, 14.6.2009 kl. 09:57

6 identicon

Nú? Ég sá ekkert að síðasta frákastinu hans.  Og nei Kobe, ég er ekki að grínast.  Ekki segja mér að þú haldir bæði með Lakers og Man u.  Ertu kannski líka Valsari?

Grétar (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 10:21

7 identicon

Það var níunda frákastið hans.

Grétar (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 10:48

8 Smámynd: Emmcee

Hér er tölfræðin úr leiknum:
http://www.nba.com/games/20090204/CLENYK/boxscore.html

James er skráður með 9 fráköst.

Emmcee, 14.6.2009 kl. 11:06

9 identicon

Mhm, var að segja að 9 frákastið hans taldi ekki.  Engu að síður þá var hann með 52 stig og einu frákasti frá triple double.

Grétar (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 11:11

10 Smámynd: Emmcee

Jú, rétt... níunda frákastið.  Good call.

Emmcee, 14.6.2009 kl. 11:47

11 identicon

Lakers, Man Utd & IR!!

Og þetta 10 frákast var tekið af að því að Big Ben tók frákastið og rétti svo Lebron boltan.

Kobe 8 (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 12:32

12 identicon

Hollývúdd, gloryhunt og gettó. Úff.

Grétar (IP-tala skráð) 14.6.2009 kl. 16:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband