Ótrúleg hittni Orlando tryggði þeim nauman sigur

Los Angeles Lakers vs. Orlando Magic 104-108 (2-1) 

Nokkrir þættir sem tryggðu Orlando sigurinn í nótt.  Fyrst og fremst ótrúlegt skotnýting eða 62,5% í öllum leiknum en í hálfleik var nýtingin 75% sem bæði eru Finals met.  Rafer Alston var aggressífur í dræfum að körfunni sem veitti Howard meira svigrúm.  Síðast en ekki síst þá tóku allir þátt en fimm leikmenn Orlando Magic skoruðu 18 stig eða meira.  Howard enn með aðeins 6 skot í öllum leiknum líkt og í leik 2 en nýtti þau vel.  Sótti mun meira að körfunni en áður en mætti gera töluvert meira af því að mínu mati.  Mickael Pietrus sýndi ótrúlega frammistöðu á báðum endum vallarins með góðri vörn á Kobe og svo 18 stigum (7/11) í sókn.

Kobe var sjóðheitur í upphafi leiks og var t.d. 10/14 í fyrsta hluta.  Í seinni hálfleik fór að halla undan fæti hjá honum og hann að hitta verr og missa boltann þegar mest á reyndi.  Eftir skotsýninguna í fyrsta hluta hitti Kobe aðeins 4/15.  Gasol hins vegar með enn einn stórleikinn, 23 stig (9/11), 3 fráköst og 2 blokk. 

Þó þessi sigur Orlando sé að mestu leyti kominn til vegna hörkuspilamennsku frá þeim sjálfum er erfitt að horfa framhjá því að Lakers menn klúðruðu nánast öllu sem hægt var að klúðra í lokin.  Kobe að tapa boltanum ítrekað og hitta mjög illa.

Nú fer að reyna all verulega á leiðtogahæfileika Kobe Bryant.  Orlando ætla ekki að gefa neitt eftir og hafa nú unnið sinn fyrsta sigur í úrslitum í sögu félagsins (þar sem þeim var sópað út af Houston árið 1995).  Þessi einbeitti Kobe sem stýrði Lakers liðinu til sigurs í fyrsta og öðrum leik var ekki sjáanlegur þarna.  Hann var mest að skjóta sjálfan sig í kaf í seinni hálfleik í stað þess að virkja liðið og fá flæði í sóknina.

Ef leikirnir halda áfram svona er útlit fyrir skemmtilega úrslitarimmu, þar sem 2 af þessum 3 leikjum sem búnir eru hafa verið mjög spennandi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

3 fráköst fyrir Gasol, er það stórleikur?:S

Grétar (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 12:45

2 identicon

Samt sem áður góður leikur fyrr ahnn.

Grétar (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 12:45

3 Smámynd: Emmcee

Ég hikaði einmitt við þetta þegar ég var að skrifa.  Nei, þrjú fráköst fyrir Gasol er alls ekki stórleikur í þeirri deild.  En þegar lið er að skjóta tæp 63% er kannski minna framboð af fráköstum en ella.  Fráköstin voru einnig að dreifast mjög jafnt á leikmenn Lakers nema þá kannski að Ariza var með 7 stk.  Gasol átti samt að mínu mati mjög góðan leik þrátt fyrir aðeins 3 fráköst og hef ég haf venju á að þegar fjallað er um stóran mann að birta stigin hans og fráköst (og þá blokk ef einhver eru).  Gasol hefur bara verið að spila frábærlega að mínu mati það sem af er þessari seríu.

Emmcee, 10.6.2009 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband