NBA Finals - Leikur 3 í kvöld - Opinn spjallþráður

Nú færist aksjonið til Orlando og pressan á Magic liðið aldrei verið meiri.  Tapi þeir þessum leik geta þeir kysst NBA titilinn bless.  Nú verða aðrir leikmenn en Rashard Lewis og Hedu Turkoglu að stíga upp og mæta með sitt framlag í leik liðsins.  Dwight Howard á enn eftir að sýna sitt rétta andlit.  Geta Gasol og Bynum haldið Howard mikið lengur niðri?  Sýnir Kobe tennurnar enn og aftur?  Mætir Shaq á leikinn?  Kemur allt í ljós kl. 1.00 í nótt.

Avery Johnson fyrrverandi leikmaður San Antonio Spurs ræðir hvað Orlando Magic þurfa að huga að fyrir leikinn.  Takið eftir að það er eins og hann sé minni en skvísan sem stendur þarna með honum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta verður rosalegur leikur, Go Lakers!!!

Held að Avery hafi zoomað þetta helvíti vel upp, hvað það er sem er að plaga Orlando liðið. Hafði einmitt þessa tilfinningu í síðasta leik hvað þeir væru seinir að öllu, sérstaklega með sendingarnar.

Mín vegna mega þeir endilega halda þessu áfram

Held samt að það væri best svona út frá skemtanagildinu að Orlando vinni þennan leik. En ég mun samt vona innst inni að Lakers taki þetta.

Síðan allir að vera duglegir að blaðra hérna inni í nótt.

Siggi (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 22:21

2 identicon

Vinna eða leggjast oní líkkistuna fyrir Orlando.

Hata samt heimavöllinn hjá Orlando, eitthvað svo óhuggulegur.

Grétar (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 22:22

3 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Orlando verða að vinna þennan leik, ég er ekkert að sjá að það gerist, pressan er á Orlando Lakers koma afslappaðir í leikinn, á meðan Orlando verða ofurspenntir.

Lakers sigur.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 10.6.2009 kl. 00:04

4 identicon

Ægir: Sorry, en Orlando hefur spilað best þegar þeir eru undir pressu. Þessir gaurar vita ekki hvað pressa er, virðist vera.

Bendi á leiki 6 og 7 gegn Boston (leikur 7 nota bene í Boston þar sem Celtics höfðu aldrei tapað eftir að hafa verið 3-2 yfir í seríu: 32-0 en eru 32-1 í dag), leiki 1, 3 (framlengt) og 4 gegn Cleveland. Svo ekki sé minnst á leik 6 gegn Cleveland: "Tapi Orlando þessum leik, fara þeir til Cleveland og tapa seríunni. Pressan er öll á Orlando" eins og einhver analystinn sagði í Ameríkunni.

Auk þess, að mæta afslappaðir til leiks er ekkert góðsviti. Sérstaklega þegar svona langt er komið. 

Arnar (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 00:28

5 identicon

Arnar sjáum til!!!

+ þá er þetta ekki Boston eða Cavs sem þeir eru að spila við!!!

Kobe 8 (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 00:44

6 identicon

Kobe 8 (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 00:50

7 identicon

Lakers og öll önnur lið geta átt slappa daga, eins og Orlando í leik 1. Það var ekki rétta Orlando liðið sem mætti til leiks þar.

... og Cavs er ekkert B klassa lið. Nokkuð viss um að Grétar sé sammála mér þar. Voru outmatched af Orlando og so far er Orlando outmatched af Lakers, þangað til þeir finna leið framhjá því sem á bara eftir að koma í ljós hvort þeir gera eða ekki.

Mig langar líka að biðja um eitt hérna. Er ekki hægt að tala um leikina án þess að vera með svona "mitt lið er betra en þitt!! You going down!"? Hafa þetta umræðum um leikinn/seríuna en ekki pissukeppni. ÞOLI ekki þannig á t.d RealGM forums. Þó maður sé fan þá er óþarfi að fara út í meting og svona "haha á þig húhú búhú ninininiiiii". Það er hægt að vera fan á raunsæu nótunum, kunna að taka tapi sem og sigri

Arnar (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 00:54

8 identicon

Já, óþolandi þegar einhver segir t.d. að Lebron sjúgi því að liðið hans tapaði og út af því að hann á ekki hring - svona dæmigerð Youtube komment.

Grétar (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 01:07

9 identicon

Æ nei!!

Crawford er að dæma!:(

Grétar (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 01:08

10 identicon

Sammála Arnari, engan rembing hér

Slík pissukeppni hefur nú ekki verið áberandi á þessum þráðum hjá Emmcee. Allir frekar málefnalegir

Siggi (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 01:08

11 Smámynd: Emmcee

As I was saying í síðasta leik... Howard og goaltending.  Whuttup?!!

Emmcee, 10.6.2009 kl. 01:11

12 Smámynd: Emmcee

Hvaða bull nýting er þetta?!

Emmcee, 10.6.2009 kl. 01:17

13 Smámynd: Emmcee

Einn af þessum dögum hjá Alston

Emmcee, 10.6.2009 kl. 01:24

14 identicon

Já hann virðist vera að hrökkva í gang

Siggi (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 01:25

15 identicon

Vonandi verður þetta spennandi leikur sem ræðst á lokamínnútunum.

Grétar (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 01:26

16 identicon

úff Kobe maður

Siggi (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 01:34

17 identicon

Kobe einbeittur maður...spái að hann setji 50+..

Grétar (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 01:35

18 identicon

Kobe er heitari en Megan Fox... og þá meina ég ekki í útliti!

Arnar (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 01:37

19 identicon

Fyndið hvað Baldur Beck er ekki að fíla Kobe! En hann reynir.

Bæði lið að byrja vel!

Kobe 8 (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 01:38

20 identicon

Held að menn geti ekki annað en dáðst að honum eins og hann er að spila núna (meira að segja Jason (Kobe-hatari nr.1) hlýtur að viðurkenna það)

Siggi (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 01:40

21 Smámynd: Emmcee

Jæja, nú fer eitthvað að gerast hjá Magic... Nelson kominn inn.

Emmcee, 10.6.2009 kl. 01:40

22 Smámynd: Emmcee

Ég hef aldrei verið miki hrifinn af Kobe, en eftir þessa úrslitakeppni hef ég new-found-respect fyrir honum.  Hann er ótrúlega mikill fagmaður, fyrir utan hvað hann er fáránlega góður.

Emmcee, 10.6.2009 kl. 01:43

23 identicon

Allt annað tempo í þessum leik heldur en leik nr.2

Siggi (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 01:45

24 Smámynd: Emmcee

Jæja, er búið að vekja tröllið?

Emmcee, 10.6.2009 kl. 01:46

25 identicon

Jæja, Magic er að komast í gang. Verður spennandi að sjá hvort þeir geta haldið þetta út.

Grétar (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 01:48

26 identicon

Það er eitthvað svo absúrd að vera með 76% nýtingu en vera undir.

Grétar (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 01:49

27 identicon

Stundum skil ég ekki Bynum, án gríns.

Hedo stal boltanum ef ég man rétt, er á center court, tekur spin, missir boltann 2 metra frá sér og Bynum skokkar fram hjá boltanum og lætur Orlando mann, sem kom á eftir honum, taka boltann upp rólega.

What?

Arnar (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 01:49

28 identicon

Þvílík nýting úr f.g. 76% há Orlando. Voru þeir ekki með einhver 29% í leik 1?

Siggi (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 01:49

29 identicon

Klóraði mér einmitt ákaft í hausnum yfir þessu

Grétar (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 01:50

30 identicon

Jú, 29% í leik 1.

Grétar (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 01:50

31 Smámynd: Emmcee

Hafa samt tekið 10 skotum færri en Lakers.

Emmcee, 10.6.2009 kl. 01:52

32 identicon

virkileg skítalykt af þessu hraðaupphlaupi hjá Pietrus

Siggi (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 01:56

33 identicon

Mistti einmitt afþví, hvað gerðist?

Grétar (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 01:56

34 identicon

Gat ekki betur séð en að þetta hafi verið tvígrip

Siggi (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 01:59

35 identicon

glórulaust skot hjá Alston þarna, loksins klikkaði hann

Siggi (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 02:03

36 identicon

Sá þetta núna, klárlega tvígrip

Grétar (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 02:05

37 Smámynd: Emmcee

Magic verða að halda áfram að keyra á þá.  Það er það eina sem virkar.  Alston á ekki að vera að skjóta svona mikið fyrir utan.  Fisher getur ekki dekkað dræfið hans.

Emmcee, 10.6.2009 kl. 02:05

38 Smámynd: Emmcee

Hafa þeir aldrei séð head-fake þarna í Frakklandi?

Emmcee, 10.6.2009 kl. 02:08

39 identicon

Djöfull hlýtur að vera pirrandi að láta Kobe fiska þessar villur á sig

Siggi (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 02:09

40 Smámynd: Emmcee

Howard er alltaf að tuða í félögum sínum.  Alltaf að rúlla augunum aftur.  Uppbyggilegt.

Emmcee, 10.6.2009 kl. 02:13

41 identicon

Ég hef einmitt haft þessa tilfinningu um Howard, að hann sé ekki að hafa uppbyggileg áhrif á liðið. Ekkert voðalega hrifinn af honum svona persónulega, þó ég viðurkenni fúslega að hann sé hörkugóður.

Siggi (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 02:15

42 identicon

Hversu eðlilegt er það að hafa skotið fjárans svínsmaganum 75% og vera 5 stigum yfir?

Grétar (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 02:15

43 identicon

Magnað hvað menn geta alltaf fundið EITTHVAÐ til að setja út á við Orlando, hvort sem það sé liðið eða einhver einn maður. Hafiði séð hvernig Kobe treatar stundum samherja sína? Hann er ekkert heilagur.

Dwight er ekki maður sem fær liðið upp á móti sér. Þetta er keppnismaður og hann bara setur út á það sem betur má fara, rétt eins og þeir setja út á hann ef hann er að klúðra einhverju. Rashard og Jameer eru yfirleitt í því hlutverki, ásamt náttúrulega SVG. 

Arnar (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 02:17

44 identicon

það er ekki eðlilegt

Þetta eru furðulegir leikir. Í leik 2 gátu Magic ekki neitt framan af en voru samt alltaf í rassgatinu á Lakers. Núna skjóta þeir glimrandi en samt allt í járnum.

Siggi (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 02:18

45 identicon

Lakers er að skjóta meira en Orlando en Orlando að hitta betur. Þess vegna er þetta frekar jafnt. Þetta eru tvö mjög góð lið þarna inni á vellinum.

Arnar (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 02:19

46 Smámynd: Emmcee

Þessi tölfræði er mjög einkennileg.  5 stiga munur, Magic að skjóta 75%, Lakers 54%... Lakers með 9 fleiri skot en Magic, víti og vítanýting svipuð og nánast jafn mörg törnóver.  Hvað veldur?!  Lengri sóknir hjá Magic?  Mjög stuttar sóknir hjá LA?

Emmcee, 10.6.2009 kl. 02:20

47 identicon

Rólegur Arnar það ekki verði að tala illa um þig!!!!!

Kobe 8 (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 02:21

48 identicon

Arnar þú hefur mikið til þíns mál. Ég viðurkenni að ég fíla Kobe mikið, en ég veit að hann getur verið algjört skum inn á milli. Það er fín lína á milli þess að gagnrýna samherjana á jákvæðan hátt eða að vera síröflandi og rífandi kjaft eins og Tryggvi Guðm. í FH (svona ef einhver hér fylgist með fótb.)

Siggi (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 02:22

49 Smámynd: Emmcee

Já, þetta er rétt með Kobe... hann á það til að taka þennan pakka á samherja sína.  Hef reyndar séð furðulítið af því í þessari seríu.  Tuðar samt alltaf jafn mikið í dómurunum.

Emmcee, 10.6.2009 kl. 02:23

50 identicon

Já hann er voða hrifinn af því að spjalla við dómarana. Finnst furðulegt hvað menn, sérstaklega eins og Kobe, komast upp með að nöldra endalaust í þeim.

Siggi (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 02:31

51 identicon

Það sem Dwight nöldrar oftast yfir er að aðrir í liðinu feila stundum á að senda á hann þegar hann nánast stendur galopinn undir körfunni. Gerðist áðan. Lee var með boltann á vængnum og Dwight var galopinn undir körfunni. Hann lét Alston fá boltann þess í stað sem skaut fáránlegu skoti. Dwight fór því í eyrað á Lee og sagði greinilega "Why didn't you give me the ball?!" og þessi pirringur hans er oft alveg rökréttur EN hinsvegar öðrum til varnar í liðinu að þá sjá þeir stundum varnarmann sem er á leiðinni eða líklegur til að kötta á sendinguna og stela boltanum. Maður sem Dwight kannski sér ekki og hann verður pirraður.

Arnar (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 02:32

52 identicon

skil vel þennan pirring í Howard. Eins og er útskýrt vel í videoinu hér að ofan, gerðist þetta ítrekað í leik 2, að Howard var frír og fékk ekki boltann.

Siggi (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 02:34

53 identicon

75% nýting í hálfleik, met í finals

Siggi (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 02:36

54 Smámynd: Emmcee

Courtney Lee!!!  WOW!!  Svo var talað um að hann væri The Next Nick Anderson... myndi molna niður eftir þetta missed layup í leik 2.

...og svo þessi heimskulega villa þarna strax á eftir.

Emmcee, 10.6.2009 kl. 02:42

55 identicon

Lee er í ruglinu með þessar sendingar sínar.

Siggi (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 02:46

56 identicon

Þessi sókn hjá Lakers var einn stór ballet

Arnar (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 02:47

57 identicon

Orlando verða nú að fara að taka þessi varnarfráköst ef þeir ætla ekki að missa þetta frá sér.

Siggi (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 02:47

58 identicon

D12 er rosalegur varnarmaður en í sókninni er hann er 1 sá allar einhæfasti leikmaður sem hefur spilað BBall!!

Kobe 8 (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 02:50

59 identicon

Nú færðu að heyra það maður

Siggi (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 02:52

60 identicon

Þetta er náttúrulega bara orðið fyndið hvað þeir falla fyrir feikinu hans Kobe

Siggi (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 02:55

61 identicon

Þetta er ekkert illa meint. Ég fíla D12 mjög vel!

Kobe 8 (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 02:55

62 identicon

Úff... Rafer Alston er alveg í sirkusnum hérna og það pirrar mig... þó hann sé að hitta úr þessum skotum. Hann er bara að taka of mikla áhættu með svona ævintýrum því hann er ekkert solid í þessu.. og þetta er NBA Finals, ekki streetball í New York. Auk þess er hann að taka ótímabær skot. Ugh..

Arnar (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 02:57

63 identicon

Ókei, hversu snjallt er það að falla um sama steininn tvisvar ef ekki þrisvar!

Grétar (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 02:57

64 identicon

Ekki ætla ég að setja út á menn sem gagnrýna sóknarleik Howard þegar jafnvel verur úr næsta sólkerfi vita að hann er einhliða sóknarmaður og ekki einu sinni góður sóknarmaður. Hann veit það sjálfur og ætlar að bæta það með tímanum.

Arnar (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 02:59

65 identicon

Battie...enginn Gortat...?=/

Grétar (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 03:04

66 identicon

mér er hætt að lítast á þetta. Orðinn hræddur um að Orlando taki þetta.

Siggi (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 03:18

67 identicon

djöfulsins rugl sending var þetta og hraðaupphlaup í andlitið.

Siggi (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 03:24

68 identicon

Fannst ykkur þetta vera ólöglegt skrín hjá Howard?

Siggi (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 03:29

69 Smámynd: Emmcee

Stefnir enn og aftur í spennandi lokamínútur.

Emmcee, 10.6.2009 kl. 03:37

70 Smámynd: Emmcee

Lewis er búinn að eiga nokkra stóra þrista í þessari úrslitakeppni.  Þessi var svakalegur.

Emmcee, 10.6.2009 kl. 03:43

71 identicon

Þetta var reyndar bara tvistur En samt mikilvægur

Siggi (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 03:47

72 Smámynd: Emmcee

Já, og alveg með tánöglina á línunni.  Mögnuð smámunasemi.

Emmcee, 10.6.2009 kl. 03:49

73 identicon

úff þetta var dýrt hjá Kobe

Siggi (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 03:51

74 identicon

Þetta var nú örugglega hálf táin líka

Siggi (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 03:52

75 identicon

Jæja þannig fór þetta. Gott fyrir seríuna. Ég óska öllum Orlando-mönnum til hamingju með þennan sigur.

Go Lakers!!!!

Siggi (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 03:57

76 identicon

Orlando Spiluðu vel!

Gott fyrir seríuna

Kobe 8 (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 04:00

77 Smámynd: Emmcee

Já, þetta er flott.  Orlando menn komnir með sjálfstraust aftur og vonandi að þeir haldi því út seríuna.  Hvað var samt í gangi með Kobe-meltdownið í lokin á þessum leik?

Emmcee, 10.6.2009 kl. 04:01

78 identicon

Þetta var skemmtilegur leikur og Lakers nálægt því að stela honum. Hefði það gerst þá hefði ég persónulega óskað Lakers mönnum til hamingju með dolluna, en Orlando framlengdu tímabilið um allavega einn leik, smá saving faces í gangi.

En hvernig sem fór þá var þetta góð skemmtun fyrir áhorfendur

Arnar (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 04:04

79 identicon

"Orlando shot a finals record 63 percent -- including another finals record 75 percent in the first half"

Arnar (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 04:22

80 identicon

"Well as they just said at the end of the telecast, the Magic made history with the team shooting the best percentage in the first half 75%, the best percentage for any half 75%, best percentage by quarter 78% and the best shooting percentage all time at 62.5%."

Flott nýting, hefðu bara þurft að skjóta meira. Of lítill munur í lokin miðað við nýtingu. 

Arnar (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 04:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband