Los Angeles Lakers vs. Orlando Magic 101-96 (2-0)
Allt annar leikur en sá fyrsti. Bæði lið virtust vera eitthvað öfugsnúin í fyrstu og voru að hitta illa. Orlando með 10 tapaða bolta fyrstu 15 mínúturnar og hefðu Lakers nýtt færin sín betur á þeim tíma hefði sagan orðið allt önnur. Bæði lið skoruðu aðeins 15 stig hvort í fyrsta hluta. Rashard Lewis hélt Magic lifandi í leiknum með 18 stigum í öðrum hluta og hitti nánast úr hverju sem hann fleygði upp. Kobe Bryant fann sig illa í fyrri hálfleik með aðeins 6 stig en var hins vegar að húkka upp félaga sína með stoðsendingum.
Í seinni hálfleik var það Turkoglu sem dró vagninn fyrir Orlando með 19 af sínum 22 stigum auk þess að dekka Kobe þar sem Pietrus var í villuvandræðum.
Bynum og Gasol lokuðu algerlega á Dwight Howard sem gat nákvæmlega ekkert athafnað sig í teignum. Sterk hjálparvörn frá Fisher spilaði einnig stórt hlutverk í að stöðva Howard. Gasol var maður leiksins að mínu mati þar sem hann bæði skoraði 24 stig (7/14) og reif niður 10 fráköst, auk þess að stöðva Howard eins og áður nefndi. Ariza með frábæran varnarleik og Odom með magnaðan leik af bekknum með 19 stig. Kobe tók aðeins 22 skot í leiknum á móti þeim 34 sem hann tók í fyrsta leiknum. Endaði með 29 stig og 8 stoðsendingar en 7 tapaða bolta hins vegar.
Magic áttu góðan séns á að vinna þennan leik þar sem Courtney Lee var tæpur á að setja niður lay-up viðstöðulaust eftir langa sendingu frá Turk með aðeins 0,6 sekúndur eftir. Framlengingin var hins vegar alfarið í eigu Lakers-manna. Van Gundy tók þá einkennilegu ákvörðun að hafa J.J. Redick inn á nánast alla framlenginguna en hann gerði fátt annað en að hlaupa með boltann og henda upp múrsteinum. Redick lék töluvert með í Boston seríunni en spilaði aðeins einn leik gegn Cleveland og þá í 10 mínútur. Nú var hann allt í einu orðinn í aðalhlutverki í krönsjtæm í framlengingu í leik sem þeir hefðu vel getað unnið og breytt stöðunni verulega sér í hag.
Strategía Phil Jax og félaga í Lakers að taka Howard út úr leik Orlando manna virðist vera að virka vel. Langskotin frá Turk og Lewis var það sem hélt Orlando í leiknum en þegar boltinn datt inn í teiginn sendi Howard hann nánast undantekningarlaust út aftur þar sem hann hafði ekkert færi á að koma sér í stöðu til að skora. Vörnin frá Gasol og Bynum var einfaldlega of sterk auk þess sem það var alltaf kominn annar maður til að dobbúltíma Howard og koma honum þannig í vandræði.
Orlando skortir leikstjórn. Þegar Alston var inn á vellinum og að stjórna leiknum var sóknarleikurinn tilviljanakenndur og mikið um hnoð eða langskot. Jameer Nelson hins vegar reyndi meira að keyra á bakverði L.A. og keyra á stóru strákana í teignum og sótti oft villur á þá, auk þess að finna menn sem opnuðust í teignum og koma á þá boltanum fyrir auðvelda körfu. Turk stýrði einnig leik Orlando ágætlega á tímabili.
Nú færist serían til Orlando þar sem ég er fullviss um að allt annað verði uppi á tengingnum. Orlando eru erfiðir heim að sækja og ég trúi ekki öðru en þeir muni sækja af miklu meiri þunga en þeir hafa gert hingað til. Lakers hafa reyndar nú sýnt back-to-back consistent góða leiki og verður forvitnilegt að sjá hvort þeir nái að halda þetta út svona.
Meginflokkur: Íþróttir | Aukaflokkur: NBA | Breytt s.d. kl. 12:44 | Facebook
Athugasemdir
Denver var rosalega gott heimalið þangað til Lakers kíktu í heimsókn :)
Ragnar Már (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 14:34
Nei, þú ert þá á lífi þarna Rax. Houston átti líka ekki að vera mikil fyrirstaða fyrir Lakers. Lakers hafa bara verið allt of inconsistent í þessari úrslitakeppni til að nokkuð teljist öruggt fyrir þá. Hafa reyndar verið svakalega góðir í tveim síðustu leikjum.
Emmcee, 8.6.2009 kl. 14:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.