Kobe óstöðvandi í fyrsta leik

Los Angeles Lakers vs. Orlando Magic 100-75 (1-0) 

Kobe_Bryant_280x390_499657aMiklar getgátur voru um hvaða Lakerslið myndi mæta til leiks í kvöld og held að svarið sé skýrt þegar litið er á lokatölur leiksins.  Magic mættu að því er virtist einbeittir til leiks í upphafi, en Howard var að ströggla töluvert.  Virtist ekki geta fótað sig í teignum með Bynum og Gasol fyrir aftan sig.  Bynum hafði greinilega fengið þau fyrirmæli að brjóta strax á Howard og hann fengi engin tækifæri til að troða.  Það ofan á pressuna að vera kominn í fyrsta skiptið á ferlinum, aðeins 24 ára gamall, í úrslit NBA deildarinnar held ég að hafi sett hann töluvert út af laginu.  Howard sótti 10 af 12 stigum sínum af línunni.  Turk átti góða spretti í upphafi en var farinn að þvinga of mikið, Lewis týndur og Alston í ruglinu.  Courtney Lee réði ekkert við Kobe, og ekki Pietrus heldur.  Byrjunarlið Orlando voru 11/46 sem er hreint út sagt skelfileg nýting og það frá byrjunarliði.

Jameer Nelson lék með Orlando liðinu og var mikil vítamínsprauta inn í sóknarleik Magic manna í öðrum hluta en féll svo í sömu lægðina og restin af liðinu eftir því sem leið á leikinn.  Það verður hins vegar forvitnilegt að sjá hvernig hann mun þróast í úrslitunum þegar mesta ryðið er farið af honum.  Mickael Pietrus lék einna best af leikmönnum Magic þrátt fyrir brösótta byrjun og var stigahæstur Orlando leikmanna með 14 stig, komandi af bekknum.

Lakers spiluðu eins og englar.  Stíf en flæðandi vörn sem brást við öllu sem Orlando reyndu og sóknin rúllaði vel og allir tóku þátt.  Kobe hitti illa í upphafi en dreifði boltanum mjög vel og var kominn með 6 stoðsendingar í hálfleik.  Þriðji hluti var algerlega í eigu Bryant sem skoraði þá 18 stig eða 3 stigum meira en allt Orlando liðið.  Kobe endaði með 40 stig, 8 fráköst, 8 stoðsendingar, 2 stolna og 2 blokk ooog... wait for it... 1 tapaðan bolta á 38 mínútum!!!

Orlando menn þurfa nú heldur betur að bíta í skjaldarrendur til að eiga sjens í titilinn því tölfræðin er fjarri því með þeim.  Phil Jax er 43-0 í best-of-7 seríum þar sem liðið hans hefur unnið fyrsta leikinn.  Ef eitthvað er að marka þetta er Jax nánast kominn með tíunda NBA titilinn sinn sem þjálfari og Kobe sinn fjórða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var bara hreint út sagt skelfilegur leikur hjá Orlando. 29.8% skotnýting er bara engan veginn lýsandi fyrir þetta lið. Það var eins og það væri bara lok á hringnum þegar þeir skutu.

Greinilega Game 1 skrekkur í þeim og vonandi bara koma þeir betri til leiks í leik 2. Er vongóður þar sem Orlando hefur yfirleitt alltaf bouncað vel til baka eftir töp og þeir eru ekkert að fara að hitta 30% í næstu 3 leikjum takk fyrir muffins. 

En af Lakers verður það ekki tekið að þeir spiluðu fjandi vel í kvöld og áttu sigurinn skilið. Staðan er 1-0 en ekki 100-75 eins og nokkrir bandwagoners foru farnir að vola um á Orlando forums "omg it's over!"

Game two coming up...

Arnar (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 04:27

2 identicon

Jackson er víst ekki 44-0, my bad.  Bara 43 -0.   En verður líklega 44-0 eftir þessa seríu.

Grétar (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 10:42

3 identicon

Það er greinilegt að Houston og Denver-seríurnar hafa virkilega þjappað Lakers-liðinu saman. Þeir unnu eins og heild, spiluðu agaða vörn og voru tilbúnir bæði andlega og líkamlega. Þeir fóru þétt framhjá öllum screenum sem gaf Kobe þessar 0,3 sekúndur sem hann þarf til að setja undir sig fæturna og taka skotið eða senda á opna manninn, þar sem vörnin þurfti að rótera á hann af því að Lee eða Pietrus var grafinn inn í Gasol eftir screenið.

Þeir spiluðu áreynslulaust og yfirvegað í póstinum og voru ekki að þvinga neitt þar, skotmennirnir voru með fæturna undir sér, og þeir voru greinilega búnir að reikna út alla veikleika Howards sem, þrátt fyrir alla vöðvana, er vitavonlaus post-up leikmaður.

Á meðan voru Orlandomenn að staðsetja sig illa, Pietrus ekki með neina tengingu milli handa og mjaðmar, Lewis að taka flöt skot á hreyfingu á 15 fetunum, Alston alltaf að beygja sig til vinstri í þristunum og Turkoglu fyrirsjáanlegur í drævunum sínum, auk þess sem Howard var ekki að koma sér fyrir á réttu stöðunum til að losa sig þegar hjálparvörn fór á drævin hjá Turk, Nelson eða Lewis.

Þetta var leikur þar sem annað liðið vissi nákvæmlega hvað það ætlaði að gera frá upphafi á meðan hitt liðið missti sig í stresskasti eftir smá mótbyr á mínútum 3-6 í öðrum leikhluta. Þar tapaði Orlando leiknum, þar misstu þeir kúlið og fóru í vitleysuna.

Erlingur (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband