Jæja, þá er loks komið að því. Lokaserían í einhverri skemmtilegustu úrslitakeppni sem ég man eftir. Lakers og Magic bítast um hnossið og er það best-of-7 til að sigra (þarf að sigra 4 leiki) eins og áður, nema hvað nú er spilaði með 2-3-2 fyrirkomulagi. Þ.e. fyrstu tveir leikirnir í Los Angeles, næstu þrír í Orlando og síðustu tveir í L.A.
Hvernig mun Lee og Pietrus ganga að halda Kobe á jörðinni? Hvernig gengur framlínu L.A. að verjast Superman í teignum? Hvernig munu Lakers menn tækla þriggja stiga skyttur Magic? Verður pressan of mikil fyrir Orlando? Mætir Lamar Odom til leiks? Kemur allt í ljós kl. 1.00 í nótt.
Notum athugasemdirnar til að spjalla um leikinn á meðan hann spilast. Góða skemmtun!
Athugasemdir
Liðið sem vinnur þennan leik tekur titilinn, ég er handviss! Þegar liðið hans Jackson hefur unnið fyrsta leik í best of 7 seríu er hann 44 - 0. Það segir sitt.
Grétar (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 21:38
Athyglistverð tölfræði. En jú, ég er sammála þér um mikilvægi þessa leiks. Þessi leikur er einfaldlega serían, hitt er bara hversu löng hún verður.
Emmcee, 4.6.2009 kl. 21:47
Ég er búinn að vera svo pollrólegur síðan Orlando komst áfram og það hræðir mig svolítið. Öll skiptin sem ég hef verið dauðstressaður fyrir leikjum, hefur Orlando unnið.
Crap...
Arnar (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 22:19
Já ekki samkjafta eins og í síðasta leik Emmi
Lakers vinnur þetta í 4.
Ómar Ingi, 4.6.2009 kl. 23:37
Nelson mun spila!
Grétar (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 00:33
Já verður varamaður fyrir Alston.
Arnar (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 00:40
Verð að viðurkenna að það verður gaman að sjá litla kubbinn aftur á vellinum
Arnar (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 00:40
It's gametime.
Emmcee, 5.6.2009 kl. 01:09
Lee ræður ekkert við Kobe.
Emmcee, 5.6.2009 kl. 01:12
Lookin like a tight one!!
Grétar (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 01:18
Þessi leikur er 50/50 leikur!
Ekki samála að það lið sem vinnur þennan verði endilega meistari.
Þetta verður bara gaman! Go LAKERS!!!
Kobe 8 (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 01:21
Tékkið á þessu...
http://emmcee.blog.is/blog/emmcee/entry/890709/
Emmcee, 5.6.2009 kl. 01:30
Pietrus?WTF?
Grétar (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 01:44
Spaceball
Emmcee, 5.6.2009 kl. 01:45
Missed by about 3 feet.
Greinilega rétt ákvörðun að nota Nelson, alla vega hingað til.
Grétar (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 01:47
Pietrus er þónokkuð langt fyrir neðan frostmark.
Grétar (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 01:50
Kobe að hitna... Luke Walton að brillera?!
Emmcee, 5.6.2009 kl. 01:57
Hver er þessi LeBron James????
Kobe 8 (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 02:03
Voðalega eru menn ragir við að reyna þrista. Sérstakleg mínir menn, einhver þrjú skot í fyrri hálfleik.
Siggi (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 02:06
Spurning hvort að Orlando púllar annað comeback eins og á móti cleveland?
Fáránlegt hvað Kobe og co völtuðu yfir þá í öðrum leikhluta.
Grétar (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 02:13
Byrjar harkalega. Finnst samt Jameer fá óþægilega mikið af mínútum svona í fyrsta leik. Búinn að standa sig ágætlega, með fullt af flottum sendingum, bara mínir menn eru ekki enn komnir í gang.
Stan þurrkar af þeim svitann með værum andardrætti í hálfleik.
Arnar (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 02:14
Grétar: Jaaaaa... ég mundi allavega ekkert dæma Orlando úr leik strax. Held þú getir spurt LeBron James og vini hvað þeim finnst um það
Arnar (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 02:15
Van Gundy tekur hárblásarann á þá í hálfleik
Emmcee, 5.6.2009 kl. 02:18
Ánægður með hvað Magic eru ískaldir fyrir utan....meira svona
Siggi (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 02:43
Útaf með Alston og inn með Nelson.
Emmcee, 5.6.2009 kl. 02:44
þetta er að stefna í svakalegt rúst. Væri ekki leiðinlegt að taka fyrsta leika með 20-30 stigum
Go Lakers!!!!
Siggi (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 02:46
THIS IS LAKER BASKETBALL!!!!!
Þetta verður mjög erfitt fyrir Orlando!
Kobe 8 (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 02:46
Hvað er hægt að segja um Kobe eins og hann spilar núna?
orðlaus
Siggi (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 02:53
Fóru allir bara að sofa?
Siggi (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 03:12
Skelfilegur leikur hjá Orlando.
Emmcee, 5.6.2009 kl. 03:17
Já þeir meiga eiga það, þeir eru búnir að spila ömurlega.
Ekki ætla ég að kvarta yfir því
Siggi (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 03:19
Fjúff... Held að þetta sé bara lélegasti leikur Orlando á þessu tímabili. Kaldari en Vanilla Ice hvaðan sem er af vellinum og bara eru ekki í sambandi.
Hinsvegar mjöööög góður leikur hjá Lakers og vörnin þétt.
Arnar (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 03:28
Og ég sagði .........
ZZZZZZZZ
Fock Orlando
Ómar Ingi, 5.6.2009 kl. 03:28
Nei?! Ommi vakandi?
Emmcee, 5.6.2009 kl. 03:31
Þessi Ómar ætti að vera ráðherra, eins málefnalegur og hann alltaf er.
Arnar (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 03:32
Djöfull kom Mbenga sterkur inn í 4.leikhluta
Trautman (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 03:42
Arnar alltaf grenjandi ?
Svona Svona
Ómar Ingi, 5.6.2009 kl. 03:45
Haha nei ég er ekki með andlegan þroska á við leikskólakrakka eins og sumir
Arnar (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 03:46
Úff, hvernig ætli stemmningin sé í klefanum hjá Orlando....
Grétar (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 10:36
Ekkert of slæm. Þeir eru yfirleitt fljótir að ná sér til baka. Góðir í að peppa hvorn annan upp eftir tap.
Arnar (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 12:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.