LeBron James rýfur þögnina

 

Eftir að hafa hlaupið út af vellinum eftir sjötta leik Cleveland og Orlando í úrslitum austurdeildarinnar, sleppt því að óska leikmönnum Orlando til hamingju, sleppt blaðamannafundi sem skyldumæting er á og beisiklý ekki talað við neinn nema mömmu sína í rúman sólarhring, hefur LeBron James loks tjáð sig:

"I'm great. I feel great about this situation that's going on. You want to continue to get better, that's all you can ask. We got better and I feel this team will be better next season. You don't want to take a step backward. I think we went forward from the Boston series last year."

"Hopefully we can go forward next year."

Hvað er James annars að segja með þessu?  Það er þrennt sem mér dettur í hug:

  • Hann er í raun sáttur við tímabilið þrátt fyrir að það hafi endað of snemma og vongóður um næsta ár.  Þeir muni læra af þessari reynslu og koma reynslunni ríkari og betri til baka í haust.
  • Hann gæti verið að setja pressu á Danny Ferry framkvæmdastjóra liðsins.  "Þið hafið sumarið og fyrri hluta næsta tímabils til að finna góðan stóran leikmann í teiginn or I'm outta here!"  Eins og flestir vita þá er James með lausan samning sumarið 2010 og hafa miklar getgátur verið uppi að hann sé í raun búinn að semja við New York Knicks og sé bara að bíða eftir að losna.  Spike Lee, Jay-Z og uþb. 8 milljón manns vilja ólm fá hann til NYC.
  • Hann gæti líka í raun verið að eyða út umræðunni og segja sem minnst með jafn dæmigerðu og litlausu kommenti eins og hér að ofan.  Pólitíska svarið.

Hvernig sem fer þá verður vart beðið meira eftir einum degi en 1. júlí 2010 þegar samningur James við Cavaliers rennur út.  Illgauskas hefur gefið það út að hann muni ekki nýta rétt sinn til að enda samning sinn við Cavs en talið er að Varejao muni hins vegar gera það til að fá betri díl við liðið, eða jafnvel láta reyna á markaðinn.  Missi þeir Varejao þá verður enn meiri pressa á að fá öflugan big man, því Big-Z var álíka beittur og smjörhnífur í úrslitakeppninni og leyfarnar af Ben Wallace eru að íhuga retirement.  Ég man ekki til þess að James hafi nokkurn tímann lýst því skýrt yfir að hann muni aldrei fara frá liðinu.  Bara eitthvað yari-yari að hann hafi allan hug á að vera áfram hjá liðinu - með öðrum orðum "keep me happy and I'll stay".

Ég tel það hins vegar morgunljóst að ef Danny Ferry eyðir ekki sumrinu í að styrkja framlínu og/eða miðju Cavaliers liðsins enn frekar og þá töluvert, þá er King James farinn.


mbl.is Hvaða Lakerslið mætir gegn Orlando?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

2 Smámynd: Ómar Ingi

Lebron á bara að koma í vöggu NBA og verða meistari.

Ómar Ingi, 2.6.2009 kl. 12:47

3 Smámynd: Emmcee

Skip er bjáni en hann er með nokkra góða punkta þarna, og þá aðallega um að það sé engin afsökun fyrir því að beila á handshakinu.  Ég er sammála því.  Allt hitt finnst mér vera bull og sér í lagi þetta með húfuna.  Scoop Jackson er öllu málefnalegri.

Emmcee, 2.6.2009 kl. 13:08

4 identicon

Skip Bayless hefur og verður alltaf vitleysingur með háan blóðþrýsting. Hann á sína punkta vissulega eins og þeir flestir, en hann er samt vitleysingur.

Arnar (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 13:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband