Betra liðið vann
31.5.2009
Cleveland Cavaliers vs. Orlando Magic 90-103 (2-4)
Þetta var ekki ár Cleveland Cavaliers eftir allt. Töluvert betra lið Orlando Magic slógu þá út í 6 leikjum. Eitthvað sem allir helstu spámenn deildarinnar höfðu snúið á hinn veginn þegar úrslitin í austrinu voru að byrja. Besta recordið í deildinni, besta recordið á heimavelli og besti leikmaður deildarinnar voru allt viðurkenningar sem liðið hafði í farteskinu á leið sinni í úrslitakeppnina. Cleveland tapaði aðeins einum heimaleik í úrslitakeppninni með aðeins einu stigi eftir að hafa verið einhverjum 20 stigum yfir í fyrri hálfleik. Svo virðist sem sá leikur hafi ráðið örlögum liðsins því ég er nokkuð viss um að hefði sá leikur farið á annan veg værum við að fara að sjá sjöunda leikinn á mánudaginn.
LeBron James var augljóslega orðinn þreyttur. 25 stig (8/20) og aðeins 4 stig í fjórða hluta þar sem hann hefur alltaf verið einna sterkastur (alla vega í þessari seríu). Byrjunarlið Cavs stóð sig nokkuð vel en bekkurinn brást algerlega líkt og svo oft áður gegn Orlando. Mickael Pietrus varamaður Orlando skoraði meira en allur Cleveland bekkurinn til samans í gegnum alla seríuna, og var þessi leikur engin undantekning þar sem Pietrus skoraði 14 gegn 10 stigum varamanna Cavs.
Dwight Howard var algerlega óstöðvandi í þessum leik með 40 stig og 14 fráköst og lék sér að varnarmönnum Cleveland ítrekað. Hann sýndi einnig að hann hefur fjölbreyttara vopnabúr en troðslur þar sem krókurinn hans var að detta niður í þessum leik.
Cleveland Cavaliers voru einfaldlega ekki undirbúnir né útbúnir til að komast alla leið. Breiddin var ekki næg og lykilmenn voru að bregðast á ögurstundu. LeBron James er klárlega undirbúinn fyrir það en eins og margoft hefur verið sannað þá dugar það skammt ef hann er einn að verki. Það verður forvitnilegt að fylgjast með hvernig leikmannamálin þróast hjá þeim í sumar þar sem Ilgauskas, Smith, Szczerbiak, Varejao og Wright eru með lausa samninga, en það er morgunljóst að þeir verða að gera eitthvað.
Athugasemdir
LeBron verður aldrei meistari með Cavs!!!
Það hefði verið betra fyrir Lakers að mæta Cavs af því að Orlando er bara með betra lið heldur en Cavs. Spái samt Lakers sigri í 6!
LeBron is a classy guy!
Kobe 8 (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 08:24
LeBron fór af velli BANDILLUR. Beint inn í búningsklefa, henti af sér búningnum og skv. einhverjum á Cavs spjallborði, þá skildi hann búninginn eftir á gólfinu... talaði ekki við blaðamenn né liðsfélaga, fór beint út í rútu og ætlar ekki að fljúga með liðinu heim. Ætlar þess í stað heim til mömmu sinnar og ætlar bara að tala við hana, engan annan fyrr en á mánudag í það fyrsta skildist mér.
Úh damn...
Arnar (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 12:13
Þeir geta afhent bikarinn strax í hendur KOBE.
LeBron í KNICKS.
Ómar Ingi, 31.5.2009 kl. 13:48
Yawn @ Ómar
Arnar (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 14:04
LeBron var ekki sá kátasti þarna, en Mike Brown hefur verið brjálaður við leikmennina
Jason Orri (IP-tala skráð) 31.5.2009 kl. 14:40
Úff, ef Cavs halda ekki Varejao og fá ekki góðan stóran mann geta þeir sagt bless við James. Held samt að hann ætti ekki að fara úr Cavs, þeir eru með frábært lið, en vantar góðan big man.
Grétar (IP-tala skráð) 2.6.2009 kl. 12:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.