Mögnuð spenna

Cleveland Cavaliers vs. Orlando Magic 114-116 (1-3) 

Það verður bara að segjast að þrátt fyrir þessi úrslit þá reyndu Cleveland Cavaliers allt sem þeir mögulega gátu til að vinna þennan leik.  Orlando Magic hittu eins og fávitar utan þriggja stiga línunnar allan leikinn með 47% nýtingu þaðan.  Rafer Alston fékk að skjóta að vild fyrir utan þar sem leikmenn Cavs lögðu áherslu á annað í vörninni, skaut 6/12 í þristum.  Mickael Pietrus hitti einnig mjög vel (5/11) en minna fór fyrir Turk og Lewis.  Lewis, sem hafði verið nánast ósýnilegur í leiknum, setti hins vegar niður þrist í lok venjulegs leiktíma til að koma Magic 2 stigum yfir sem LeBron jafnaði svo á línunni skömmu síðar.

Mo Williams gerði hvað hann gat til að standa við stóru orðin en hitti ekki vel (5/15) en Delonte West var mjög aggressífur og stóð sig vel í sókninni fyrir Cavs með 17 stig (7/15) og 7 stoðsendingar.  LeBron reyndi allt sem mögulegt var til að draga vagninn alla leið, 44 stig, 12 fráköst og 7 stoðsendingar.  Magic áttu í vandræðum með hann í lokin og virtust ekki geta náð að halda honum frá boltanum þrátt fyrir að vera með 2-3 menn á honum í innköstunum.

Í framlengingunni spiluðu Magic hárrétt úr spilunum og dömpuðu boltanum inn í teiginn á Howard nánast í hverri sókn þar sem vörnin var öll útteigð eftir skotsýningu þeirra fyrr í leiknum.  Varejao var einnig í villuvandræðum og því skynsamlegt að spila þetta þannig.  10 af 27 stigum Howard komu í framlengingunni.

Aðeins átta lið í NBA sögunni hafa náð að snúa við eftir að hafa verið undir 1-3 í úrslitakeppninni og það kæmi mér ekkert á óvart ef Cleveland yrði það níunda.  Því geta Orlando Magic ekki fagnað enn.


mbl.is Orlando lagði Cleveland í framlengdum leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þó ég sé ánægður með 3-1 stöðuna þá er ég engann veginn viss um að þetta sé búið.

Næsti leikur er í Cleveland og Cavs eiga eftir að gera ALLT sem þeir geta til að pirra Howard og láta hann fá tæknivillu og þar með í leikbann á heimavelli í leik 6... og þá fær pólski hamarinn tækifæri til að sanna sig og verður að standa undir pressunni.

En váááá hvað ég hélt að skotið hans LöBrán í lokin ætlaði ofan í. Ég bara var handviss um það.

Arnar (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 08:28

2 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Rokk og ról baby, karfan hjá james 2:20... fokking rugl.

Sammála síðasta ræðumanni ég sá loka skotið niðri....

Þórður Helgi Þórðarson, 27.5.2009 kl. 08:36

3 identicon

Magic got this ... this series is over!

En hvað rugl er þetta með þessar tæknivillur? Það má ekkert lengur. 

Kobe 8 (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 09:05

4 identicon

Þessi tæknivilla á Dwight var asnaleg. Þetta er ECF og menn mega ekki aðeins pumpa sig upp og sýna smá emotion. Það var brotið á honum og hann bara aðeins lét í sér heyra.

Boltinn má nú ekki verða of mikil sissyíþrótt. Þetta eru allt saman testósterónsprengjur og verða fá að pústa út finnst mér.

Arnar (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 09:59

5 identicon

Gleymdi einu: Ég ætla samt sem áður ekki að mótmæla þessari tæknivillu of mikið því við vitum ekkert hvað Dwight sagði.

Menn láta nú samt ýmislegt úr sér í leikjum og fá menn bara tiltal. Let the men play, þetta er harka. En já... vitum ekki hvað kirkjustráksi Dwight sagði.

Arnar (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 10:01

6 identicon

Á Cleveland ekki að vera með bestu þristavörnina í deildinni? Úff, skilja svo Alston eftir einan.  Og svo ætti markmiðið hjá þeim að vera að koma Howard í villuvandræði og nýta sér það - hefur ekki gengið hingað til.

Grétar (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband