Dirty Jones
26.5.2009
Er Kobe alveg dottinn af ríspekt listanum í NBA deildinni. Dahntay Jones ræður greinilega ekkert við hann og þarf aðeins að beygja reglurnar til að hægja á honum. Það sem mér finnst hins vegar einkennilegt er að það er ekkert dæmt á þetta og ekki er nú eins og þetta sé eitthvað lúmskt eða vel falið. Ágætis samantekt á varnartilburðum Jones gegn Kobe og betra sjónarhorn á það þegar hann fellir hann. Hvað finnst ykkur?
Athugasemdir
Það var dæmd Flagrant 1 eftir leikinn á bakhrindinguna, og verður mjög líklega gert það sama við felluna, jafnvel eins leiks bann. Málið er samt að hvort sem hann er Dirty eða ekki, þá hefur honum tekist að komast inn í hausinn á Kobe-Wan, sem er líklega aðaláætlunin. Kobe reifst allan leikinn í dómurunum, og það er næsta víst að einhver með annað númer á treyjunni hefði verið löngu búinn að fá T frá þeim fyrir stanslaust nöldur. Eftir felluna tignarlegu í Leik 4 var Kobe svo frústreraður að hann klikkaði á næstu þremur skotum og var með fýlusvip restina af kvöldinu.
Erlingur (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 22:36
Erlingur þú virðist ekki hafa fylgst mikið með NBA ef þú heldur að Jones sé að hafa áhrif á það að Kobe klikki á skotunum.
Það hefur sýnt sig í gegnum árin að þegar Kobe er pirraður þá verður hann einfaldlega betri. Það að hann klikkaði á næstu þremur skotum sínum hafði ekkert að gera með Dahntey Jones.
Síðan er þetta ekkert nýtt að Kobe nöldri í dómurunum en hann og Lebron eiga það sameiginlegt að vera síkvartandi ef að þeir eru ekki ánægðir með dómarann.
Kæmi mér ekkert á óvart að Kobe borgi fyrir þetta í næsta leik og fari hátt í 50 stigin.
Eing og ég segi þá ættu menn að vera búnir að læra að pirra ekki Kobe Bryant - það kemur alltaf í hausinn á þeim aftur.
President (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 23:54
Ég hef fylgst með NBA síðan 1991, President. Kobe skaut 10/26, þar af 2/10 úr þriggja stiga skotum í gær, hann gaf ekki eina sendingu síðustu sjö mínútur leiksins, og þegar hann er svekktur er hann ekki jafn góður og þegar hann er einbeittur, rétt eins og hjá hverjum öðrum leikmanni. Svipirnir á þessum tveimur tilfinningum hjá honum eru líkir, en líkamsbeitingin gjörólík.
Það kom ekki í hausinn á Boston í fyrra að þreyta Kobe og félaga með stöðugri aggressjón.
Ég sagði það í athugasemd hjá öðrum NBA-bloggara, að Kobe má skora eins og hann vill, á meðan Denver-menn halda niðri restinni af liðinu. Alveg eins og þeir gerðu við Dirk og Dallas. Og alveg eins og þeir gerðu við Chris Paul og Hornets. Þetta verður mjög jafnt, og mun erfiðara en í fyrstu tveimur umferðunum, enda er Kobe fáránlega góður í körfubolta, en ég hef trú á Denver.
Erlingur (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 00:28
Það sást klárlega að Kobe sem og aðrir leikmenn Lakers voru búnir á því líkamlega eftir að vera búnir að spila 11 hörkuleiki á 22 dögum. Þegar leikmenn eru orðnir svona þreyttir og ekki með fulla orku í fótunum þá fara skotin að geiga. Hefur ekkert að gera með það að Dahntey Jones sé að pirra Kobe. Eins og ég sagði áðan þá er ekki gáfulegt að pirra Kobe með dirty play eða trash talk því hann borgar alltaf fyrir það. Það hefur sést aftur og aftur að þegar Kobe verður illur þá dritar hann niður stigunum á þig. Spurðu bara Ron Artest sem reyndi að æsa Kobe upp rétt fyrir úrslitakeppnina.
Varðandi Boston þá voru þeir ekki með dirty trikk - þeir voru bara miklu betri. Það er munur að vera agressívur og á að vera hálfviti með dirty play.
Annars er það hárrétt hjá þér að Kobe má skora eins og hann vill á meðan aðrir leikmenn Lakers eru ekki að skora og því miður fyrir Lakers þá hafa sterkir leikmenn einfaldlega ekki verið með hingað til. Hvort Lakers eða Denver fari áfram veltur einfaldlega á því hvort þessir tilteknu menn mæta til leiks. Kobe mun alltaf skila sínu.
President (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 00:50
Varðandi Boston þá voru þeir ekki með dirty trikk - þeir voru bara miklu betri. Það er munur að vera agressívur og á að vera hálfviti með dirty play.
BINGO!!
Og Erlingur aðvitað hefur þú trú á Denver: þú heldur með þeim, annað væri ekki eðlilegt!!!
Kobe 8 (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 10:42
Ég veit ekki betur en að Garnett og Rondo séu með mest dirty leikmönnum deildarinnar, en já, vissulega voru þetta dirty play hjá Jones, og hann heppinn að fá bara Flagrant á þau og ekkert bann.
Það er almennur misskilningur að körfubolti sé no-contact íþrótt og Denver tekur náttúrulega það sem þeim þeir komast upp með (og kannski aðeins meira stundum, ég viðurkenni það).
En djöfull er þetta skemmtileg sería samt! Annað en sweepið í fyrstu umferð í fyrra. Lakers ættu að nota Farmar meira, hann er að spila svo miklu betur en Fisher, og ef þeir spila meira upp á Gasol, þá gætu Denver lent í miklum vandræðum. Fimmti leikurinn verður classic, ég finn það á mér. Sama hvernig hann endar.
Erlingur (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 13:55
Já þetta er rosalegur dagur!
Man Utd. vs Barca & svo Lakers vs Denver!
Samála Ella með Jordan, D.Fish er búinn að vera hrikalega slakur. Og vinur minn hann Odom má nú alveg mæta líka til leiks í kvöld! Svo eigum við Elli það sameiginlegt að byrja báðir að fylgjast með NBA 1991! (Lakers-Bulla / Magic-Jordan)
Þetta verður bara Rokk & Roll!!!
Kobe 8 (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 15:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.