Ariza stelur enn einum sigrinum

Los Angeles Lakers vs. Denver Nuggets 103-97 (2-1) 

Eitthvað sýnist mér George Karl þurfa að teikna upp nýtt innkastkerfi, eða kannski velja einhvern til að gefa boltann sem getur actually gefið þokkalega sendingar.  Í annað skiptið í þessari seríu eru Denver með innkast í lok leiks og tapa boltanum.  Bæði skiptin er það Ariza sem stelur og nú var það K-Mart með glórulausa sendingu langt frá Carmelo Anthony sem þurfti svo að brjóta á Ariza og fara af velli með 6 villur.

Fínasti leikur í nótt.  Lakers liðið ekki að spila góðan bolta framan af en spiluðu eins og englar í 4. hluta.  Kobe að skora í andlitið á flestum (41 stig á 41 mín) og Gasol (20 stig) að leika sér að Nené í teignum, en hann gat lítið annað gert með 5 villur á bakinu.  Carmelo með 18 stig í fyrri hálfleik en hvarf svo í þeim seinni, sem er ekki gott fyrir Denver liðið.  Birdman með 15 stig á 24 mín.  Hér var enginn stuldur.  Nuggets hentu þessum frá sér.

Aðrir punktar um leikinn:

  • Hvað er það annað en flagrant 1 að ýta svona í bakið á mönnum þegar þeir eru komnir á flug, eins og Danhtay Jones gerði við Kobe.
  • Gat með engu mót séð þessa villu á Kobe þegar Billups henti sér í gólfið og fiskaði 4 point play.
  • Ruðningurinn á Fisher fannst mér vafasamur.  Finnst óþolandi þegar menn hlaupa fyrir sóknarmenn og fá ruðning fyrir það eitt að vera búinn að setja niður hælana einhverjum míkrósekúndum fyrir impact.  En strangt til tekið og algerlega eftir bókinni var þetta ruðningur.
  • J.R. Smith þyrfti að hitta aðeins betur en 2/10 til að mega senda Vujacic glósur.  Svo eiga menn að vita betur að þegar leikurinn er jafn og í úrslitum vesturdeildarinnar er best að geyma svona "In your face!" komment.  Annars held ég að hann hefði sloppið hefði hann ekki notað F-orðið.  Idiot.  Átti samt ágætisleik strákurinn.
  • Þú þarna nr. 17 hjá Lakers!  Hver ert þú og hvað hefuru gert við Andrew Bynum?!!


mbl.is Kobe með 41 stig í sigri Lakers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála þér með óíþróttamnnslegu villuna á Kobe alveg fáránlegt að þeir skyldu ekki dæma það.

Fannst mjög fyndið að J.R. var nýbúinn að þakka guði rétt áður og það var sýnt í slow motion og allt og svo stuttu seinna hraunar hann yfir Lakers mann með þvílíkum fúkyrðum að það er ekki hafandi eftir honum greinilega mjög trúaður held samt að hann sé vitleysingur.

Bynum virðist ætla að verða einhver sulta en ég vona að hann taki sig saman í andlitinu í sumar og vinni í sínum leik.

Gaman að sjá menn vera að blogga um NBA keep up the good work 

sibbinn (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 12:46

2 Smámynd: Þráinn Árni Baldvinsson

Flottur pistill hjá þér!

Bynum er ungur strákur sem á margt eftir ólært, við megum ekki reikna með einhverjum Jabbar töktum há honum alveg strax (þó Jabbar sé að þjálfa hann).

Þráinn Árni Baldvinsson, 24.5.2009 kl. 13:18

3 identicon

Það er alveg rétt hjá þér Þráinn en margir ætlast bara til þess þegar þessir ungu menn koma inn í deildina séu þeir bara fullklárir NBA leikmenn sem er náttúrulega algjörlega fáránlegt og ég fell í þá gryfju oft sjálfur 

sibbinn (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 13:30

4 Smámynd: Emmcee

Þegar menn semja um $58 milljónir til fjögurra ára finnst mér Lakers liðið eiga meira inni en hann hefur sýnt.  Drengurinn hefur kannski ekki það sem þarf í úrslitakeppninni.  Var algert beast í deildarkeppninni þar til hann meiddist en er búinn að vera draugurinn af sjálfum sér síðan þá.  Reyndar er svosem eðlilegt að menn séu dáldið soft eftir að hafa slitið liðbönd í hné, líkt og hann gerði.

Emmcee, 24.5.2009 kl. 13:39

5 identicon

Er það bara ég eða voru nuggets ekki jafn aggresívir í vörninni á Kobe eins og í leik 2?

Grétar (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 13:42

6 Smámynd: Emmcee

Jú, þeir lágu á honum eins og mara í fyrri hálfleik en svo lék hann algerlega lausum hala í seinni.

Emmcee, 24.5.2009 kl. 13:46

7 identicon

Málið var að þeir náðu að hanga svolítið í honum í fyrri hálfleik, en villuvandræði Melo og Dahntay Jones ollu því að þeir þurftu að setja J.R. á hann í fjórða leikhluta, en bæði er hann ekki jafn góður varnarmaður og hálfmeiddur á ökkla, þannig að Kobe lék sér að honum.

Erlingur (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 21:34

8 identicon

Vona fyrir hönd Bynum og Lakers manna að þetta séu meiðslin sem eru að orsaka þessa spilamennsku hans frekar en að hann hafi engan pung og geti ekki staðið sig undir álagi (þó ég voni það síðarnefnda). Er  amk alger sulta í þessari úrslitakeppni. Hlýtur að vera að krafa að menn stígi upp í úrslitakeppni, en Bynum hefur hreinlega horfið og er í algjöru farþega hlutverki.

Mér annars leiðast útskýringar um meiðsli - annaðhvort eru menn leikfærir eða ekki!! En séu menn á annaðborð að spila hálf fatlaðir er amk skárra að menn séu ekki dramadrottningar eins og "besti leikmaður í heimi", Paul Pierce, láta bera sig af velli í líkbörum leik eftir leik til þess eins að sigrast á dauðanum og koma svo aftur og vera hetjan

Krissi (IP-tala skráð) 24.5.2009 kl. 21:46

9 Smámynd: Emmcee

Good call, Erlingur.  Spáði ekki í það fyrr en ég las þetta frá þér.  Melo er samt búinn að spila fantavörn á Kobe það sem af er þessari seríu.

Emmcee, 24.5.2009 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband