Þolið búið hjá Celtics
18.5.2009
Boston Celtics vs. Orlando Magic 82-101(3-4)
Held að þolið hjá Celtics hafi endanlega þrotið í þessum leik. Celtics spiluðu skelfilega vörn og hittu ekki rassgat í byrjun. Orlando hins vegar negldu þristum út um allt og voru mjög frískir. Ég hélt reyndar að fjórði hluti yrði eitthvað massaspennandi miðað við hvernig C's höfðu spilað í lokin á 3. og að enda með þessum djömper frá Rondo. Heldur betur ekki. Pietrus og Turkuglu sáu um að skjóta þá í kaf aftur. Ekkert gekk í sókninni hjá Boston og ljóst í hvað stefndi.
Flott hjá Orlando að loka seríunni örugglega á útivelli og ná að halda forskotinu alltaf. Boston koma vonandi sterkari inn á næsta ári að því gefnu að þeim takist að halda þessum hóp óbreyttum. Mikið um leiðindameiðsl sem hafa eyðilagt mikið fyrir liðinu.
![]() |
Meistarar Boston eru úr leik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Gott mál
Ómar Ingi, 18.5.2009 kl. 18:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.