Fjórði oddaleikur Celtics á 13 mánuðum
16.5.2009
Boston Celtics vs. Orlando Magic 75-83 (3-3)
Magnað hvað Ray Allen getur skotið augun úr fugli á 500 metra færi í einum leik en getur svo ekki hitt í vatnið úr báti þess á milli. Þessi leikur einkenndist af hinu síðar nefnda. 2/11 og þar af 0/7 í þriggja. Allen hefur ekki átt sjö dagana sæla í þessari seríu. Í þeim þremur leikjum sem Celtics töpuðu gegn Magic er hann að skora um 7 stig í leik og skjóta 2/12 utan að velli, sem er bara skelfilegt fyrir eina allra bestu pjúra skyttu deildarinnar. Pierce hefur þó verið að sækja í sig veðrið og verið mun meira consisten en gegn Bulls. Hann er samt að tjóka á línunni eins og lúði þegar mest á reynir. Allen hreinlega verður að eiga góðan leik til að Celtics geti farið áfram.
Howard mun meira með í þessum leik en hinum á undan og einnig mun virkari en oft áður. 10 sóknarfráköst segja allt sem segja þarf og eitt blokk þar sem hann sendi einhvern ræfil frá Glen Davis upp í 8. röð. Orlando verða að halda áfram að dúndra boltanum inn í teiginn á dýrið. Framlínan hjá Celtics á einfaldlega ekkert í hann.
NBA: Orlando knúði fram oddaleik gegn Boston | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Go Orlando
Ómar Ingi, 16.5.2009 kl. 01:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.