Cleveland Cavaliers vs. Atlanta Hawks 84-74 (4-0)
Cavs sópuðu út Atlanta Hawks eins og ég hafði spáð. Lið sem hleypir Wally Szczerbiak svona óhindrað inn í teiginn til að troða á hausinn, á þeim á ekki skilið að taka þátt í þessari úrslitakeppni. Písát Hotlanta.
Aðeins að vörninni hjá Cleveland, því þeir eru ekki að fara svona auðveldlega í gegn bara á sókninni einni. Mótherjar Cavs hafa aðeins fengið að skora 78 stig að meðaltali alla úrslitakeppnina. Cavs eru að halda tæplega hundrað stiga liðum í 78 stigum í úrslitakeppninni. Detroit skoraði 94,2 í deildarkeppninni en Atlanta 98,1. Mótherjarnir hafa ekki kannski verið þeir allra beittustu en þetta segir þó eitthvað um hve öflug Cleveland vörnin er.
NBA: Cleveland óstöðvandi - Nowitzki fór á kostum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.