Gamli seigur

Boston Celtics vs. Orlando Magic 96-117 (1-2) 

Magic eru bara að spila fínan bolta núna undanfarið og alltaf með alla vega einn úr byrjunarliðinu annað hvort í banni eða meiddan.  Núna með Alston í banni fyrir að fikta í hárinu á Eddi House, en það kom ekki að sök.  Anthony Johnson átti fínan leik fyrir Orlando og svo sýndist mér Turkoglu vera að koma oftast með boltann upp.  Virkilega gaman að sjá gamla manninn skjótast framhjá Rondo á bendalínunni og stappa svo í körfuna með tilþrifum.  Rashard Lewis loks að finna skotið sitt aftur og skoraði 12 stig í fjórða hluta til að drepa niður allar tilraunir Celtics við að koma til baka.  Howard skilaði ekki leiknum sem hann lofaði en var þó með 5 blokk, 4 á fyrstu 15 mínútunum.

Paul Pierce ískaldur til að byrja með en fór svo að sækja stigin á vítalínuna þar sem hann sökkti 14 í jafnmörgum tilraunum.  Ray Allen í frostinu með 3 niður af 13 og 0/5 í þristum.  Enn og aftur var það Eddie House sem steppaði upp og setti 15 stig á 20 mín.  Hægt var að heyra þá sem lýstu leiknum úti tala um að Doc Rivers hafi sagt:  "We know Eddie House is not going to score 31 points again, we need Paul Pierce to contribute more" eða eitthvað á þá leið.  Uppbyggilegt komment frá þjálfara Celtics.

Boston eru nú í bullandi vandræðum og verða að spíta í lófana ef þeir ætla að eiga sjens í að verja titilinn.


mbl.is Meistaralið Boston í vanda gegn Orlando
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ingi

Ómar Ingi, 9.5.2009 kl. 18:59

2 identicon

Gott hjá Magic að slá þá út, þeir tóku liðið mitt út og nú eiga þeir að fara út. Ef Orlando ætlar að vera eins og Stags þá drep ég þá og Boston. BOSTON VÁÁÁÁÁ!!!!, HVAÐ ER HÆGT AÐ VERA SVONA LEIÐINLEGT

Jason Orri (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband