Hvað með Ron Artest?

KoddahjalHegðun hans var svo óíþróttamannsleg og ógnandi í leiknum um daginn að honum var hent út úr húsinu, en ekkert bann?  Það var heldur ekki eins og hann hafi fengið tvær tæknivillur og hent út þess vegna.  Venjan er að ef menn eru reknir út úr húsinu fylgir bann á eftir.  Hvers vegna verður það ekki raunin hér?  Þetta er bara hrein og klár staðfesting á því að dómurinn var bara tóm þvæla og spurning um að setja dómarann sem hér um ræðir í bann það sem eftir er af úrslitakeppninni.


mbl.is Alston og Fisher í leikbann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ÞAð er nú ekki alveg rétt að það sé venjan að menn séu dæmdir í bann eftir að hafa verið hent úr húsinu. NBA tekur hvert tilefni fyrir sig fyrir og metur það svo.

Yfirleitt fá menn bann fyrir að yfirgefa ekki völlinn strax eftir að þeim var vísað út og það sést að Artest passaði sig á því og fór því án vandræða.

Honum var ekki hent út fyrir að fara í andlitið á Kobe heldur var hann að gjamma eitthvað sem fór fyrir brjóstið á Crawford. Hann er nú ekki skilningsríkasti dómarinn enda henti hann Duncan í bað fyrir að brosa.

Hárrétt að setja Artest ekki í bann en hvað hann sagði vitum við aldrei.

President (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 17:11

2 identicon

Joey Crawford  fór nú í smá bann eftir þetta skemmtilega Duncan mál!

http://www.youtube.com/watch?v=Lu1Wz5JQEz8

Bara funny!! :)

Kobe 8 (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 17:29

3 identicon

Þessar agareglur NBA eru bara brandari, einmitt það að hvert mál er tekið fyrir og metið. Þurfa að vera einhverjar fastar reglur um það hvað veldur banni og þá hversu langt það eigi að vera. Þetta eru bara geðþótta ákvarðanir hjá almættinu, og segir mér enginn að Kobe, Lebron, Jordan á sínum tíma eða álíka hetjur hefðu farið í jafn langt bann og Artest fékk fyrir Detroit slagsmálin alræmdu.

krissi (IP-tala skráð) 8.5.2009 kl. 22:10

4 Smámynd: Emmcee

Ok hversu algengt heldur þú að það sé að leikmaður sé sendur út úr húsinu, þe. ekki fyrir að fá á sig tvær tæknivillur heldur beint brottrekstrarvíti, og fari ekki í bann? 

Ástæðan fyrir því að þeir skoða hvert mál fyrir sig er að deildin er peningamaskína og þarf að skoða áhrif hvers dóms á deildina fyrir sig.  Artest er bara greinilega olnbogabarn NBA deildarinnar og má ekki opna kjaftinn eða reka við án þess að fá tæknivillu.

Þessi dómur var bara bull og Joey Crawford er bara bull.  Ótrúlegt að hann sé enn að dæma eftir þetta Tim Duncan mál.  Gamall kall með authority complex og eflaust rasisti líka.

Emmcee, 9.5.2009 kl. 12:19

5 identicon

Besti knattspyrnumaður sem hefur spilað í ensku fekk 8mán bann á sínum tíma! Sir Eric Cantona!

Kobe 8 (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 12:53

6 identicon

Það er bara nokkuð algengt. Mönnum hefur verið hent beint og fengið svo sekt eða ekki neitt. Ég er nú ekki með neina tölfræði yfir það en get þó nefnt þrjú dæmi frá úrslitakeppnini í fyrra og önnur nýleg dæmi.

Jason Kidd tók Pargo hjá New Orleans í fyrra og skellti honum í gólfið. Kidd var hent út úr húsinu en fékk ekki bann.

Ronny Turiaf hjá Lakers skellti leikmanni Golden State sem ég man ekki hvað heitir og var hent út úr húsinu. Turiaf fékk ekki bann.

Brendan Haywood henti Lebron í gólfið þegar hann var í loftinu í fyrra og var hent út úr húsinu. Ekkert bann í kjölfarið.

Þessi brot þóttu vera harðar villur og var ekkert gert frekar í málinu.

Trevor Ariza skellti Rudy Fernandez í gólfið um daginn (mars eða apríl) og var hent úr húsinu. Sama og í fyrri dæmunum þá þótti þetta vera hörð villa en þar sem NBA mat það svo að hann hefði reynt að fara í boltann þá var hann ekki settur í bann.

Josh Smith henti Utah manni í gólfið núna nýlega og var hent útúr húsinu. Sama og með Ariza - ekkert leikbann. Samt þurfti að ganga á milli manna eftir þetta brot.

Ég er líka nokkuð viss um að Artest fái ekki bann fyrir að vera hent út úr húsinu í síðasta leik.

President (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 13:37

7 Smámynd: Ottó Freyr Aðalsteinsson

ég er buin að vera lesa bloggin þín og er búin að komast að því að þú veist ekki neitt og heldur alveg greinilega með lakers. 

Kobe á að vera búin að fá tvisvar brottrekstur fyrir a að bomba olboganum í hálsinn á ron artest í leik númer 2 en nei artest er  rekin ur husi fyrir að hlaupa að kobe og tala við hann.

Svo er þetta brot shane battier  http://www.youtube.com/watch?v=0PsPATt5_DA

Sem  lýsir kobe bryant alveg sem leikmanni   þannig að ef ég væri þú þá myndi bara hætta að blogga að því að þú veist ekki neitt artest i bann útaf þesu guð minn góður það er alveg fáránlegt að kobe sleppur við allt svona hversu oft hef ég séð kobe fara alveg að mönnum og tala við þá eins og artest gerði uu milljón sinnum en það er bara tæknivilla stundum ekki neitt

Ottó Freyr Aðalsteinsson, 9.5.2009 kl. 16:07

8 Smámynd: Emmcee

Góð samantekt Prez... það eru greinilega rök fyrir þessu.

Ottó, er ekki spurning um að þú lesir færsluna hér fyrir ofan aftur?  Í niðurlagi færslunnar segi ég:  "Þetta er bara hrein og klár staðfesting á því að dómurinn var bara tóm þvæla og spurning um að setja dómarann sem hér um ræðir í bann það sem eftir er af úrslitakeppninni."  Þá á ég við þann dóm að henda Artest út úr húsi.  Ég var einfaldlega að benda á mismununina í deildina og ákvað að setja þetta fram svona.  Ég er mjög ósammála þessum dómi og bara almennt hvernig mönnum er mismunað í deildinni.  Fannst hreint og klárt bull að senda Artest útaf fyrir þetta.  Lestu þetta yfir aftur að reyndu að skilja þetta rétt.

Skil hins vegar ekki hvernig þú færð það út að ég sé Lakers stuðningsmaður.  Sýnir einfaldlega að þú hefur ekki lesið neitt hérna.  Ég er ekki mjög hrifinn af Lakers liðinu og hef aldrei verið það.  Styð Chicago Bulls en reyni annars að halda hlutleysi hér þó oft reynist erfitt. 

Ef ég væri þú þá myndi ég lesa mig til hérna áður en þú segir að ég viti ekki neitt.

Emmcee, 9.5.2009 kl. 17:00

9 identicon

Ottó er bara meistari!!!!!

og heldur greinilega með Houston og veit ekkert um BBall! Kemur með sleggju á Emmcee "þannig að ef ég væri þú þá myndi bara hætta að blogga að því að þú veist ekki neitt" fór á síðuna hans og þar stóð Engar færslur hafa enn verið skrifaðar í þetta blogg!!!!!                                  "þannig að ef ég væri þú" Þessi gæi er bara fyndinn og frábær!!

Kobe 8 (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 23:51

10 Smámynd: Ottó Freyr Aðalsteinsson

buin að lesa tvær færslur og hin var slamma djamma bing bong  sem var eitt mesta bull sem ég veit um en ég reyndar sanmála þér hvernig sumir aka kobe bryant fá séns hvað sme þeir gera elbow rifa kjaft etc

Ottó Freyr Aðalsteinsson, 10.5.2009 kl. 15:45

11 Smámynd: Emmcee

Og þú telur að eftir lestur tveggja færslna hafir þú efnivið í gagnrýni sem þessa?

Ef þetta er svona skelfilega lélegt hérna og ég veit ekki neitt... hvers vegna ertu þá alltaf að koma aftur?

Emmcee, 10.5.2009 kl. 16:25

12 Smámynd: Ottó Freyr Aðalsteinsson

að því að mer finnst gaman að vera harður á netinu og rifa kjaft þar að því ég á erfitt í lífinu og ríf aldrei kjaft í alvörinni og á ekkert það marga vini fyrir utan þig emmcee  já lika kannski að því ég skoða mbl og skoða oft bloggin kringum fréttirnar en ég veit ekki hvort af þessu er satt

Ottó Freyr Aðalsteinsson, 12.5.2009 kl. 00:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband