Kaldhæðni
30.4.2009
Denver Nuggets vs. New Orleans Hornets 106-91 (4-1)
Sér einhver kaldhæðnina í því að Chauncey Billups, sem sendur var frá Detroit Pistons til Denver Nuggets á þessu tímabili, í einhverju heimskulegasta treidi sem sögur fara af, fékk afhend fyrir leikin verðlaun fyrir íþróttamannslega hegðun innan og utan vallar, sem nefnd eru í höfuðið á Joe Dumars sem sjálfur sá til þess að skiptin yrðu að veruleika og er nú að naga af sér handarbakið. Úff that's cold.
Niðurlægingin hélt hins vegar áfram í leiknum á eftir. Leikmenn Denver eins og blaut jakkaföt utan á CP3 og þá er lítið hægt að gera ef bakköppið er ekkert. Gömlu Hornets leikmennirnir hjá Denver að fara á kostum líkt og oft áður í þessari seríu svona rétt til að nudda döprum viðskiptaháttum stjórnenda Hornets þeim um nasir. Það er bara gott að þessi sería er búin. Var orðið neyðarlegt að horfa upp á þetta.
Athugasemdir
nú langar mig að heyra hvað Tussi Þruma hefur um leikinn, einvígið og framtíð Hornets að segja.
Svenni Claessen (IP-tala skráð) 30.4.2009 kl. 10:55
Í ljósi þess að ég ber mikla virðingu fyrir Bjössa Class sem manneskju verð ég að tjá mig aðeins um Hornets. Einvígið var hörmung, punktur. 4. leikur seríunnar var álíka óþægilegur áhorfs og fyrri hálfleikur í Keflavík-ÍR í oddaleik úrslitakeppninnar 2003 þar sem Keflvíkingar unnu hálfleikinn með 42 stigum. Þeir ÍR-ingar sem voru þar vita hvað ég er að meina og þetta er eitthvað sem ég óska engum að upplifa. Fyrir einvígið var ég alveg temmilega bjartsýnn og vonaði að innkoma Tyson Chandler myndi hjálpa liðinu mikið. Hann var einfaldlega bara á annarri löppinni og spilaði eftir því og var hörmulegur. Þegar lið þurfa að vera með byrjunar centera á borð við Hilton Armstrong og Sean Marks þá er voðinn vís.
Rasual Butler er ekki nægilega góður til að vera byrjunarmaður og er einungis góður í ca. 3. hverjum leik. Skrýtið að sjá hann sem byrjunarmann núna eftir að hafa ekki einu sinni komist í 12 manna hóp seinni hlutann á síðasta tímabili. Nokkuð viss um að ástæðan var sú að hann var ekki nógu góður frekar en að meiðsli hafi spilar inn í.
Peja er búinn á því og ætti einungis að vera varamaður og væri eflaust fínn sem slíkur. Hræðilegt að hugsa til þess að hann er á súper samningi sem rennur ekki út fyrr en árið 2011.
Chandler er búinn að vera meiddur í allan vetur og hefur spilað margfalt verr en í fyrra. Reyndar er tímabilið í fyrra held ég eina tímabilið á hans ferli þar sem hann hefur haldist sæmilega heill.
Morris Peterson hvarf bara eftir að hafa verið nokkuð solid í fyrra. Var eitthvað meiddur en náði ekki að vera skugginn af sjálfum sér í vetur
Einu mennirnir sem hafa verið að spila á pari við það sem þeir geta eru Chris Paul, David West og James Posey. Restin er búin að vera í ruglinu. Bekkurinn hjá liðinu er kemst örugglega á topp 5 yfir verstu varamannabekki í deildinni. Í fyrra var allt annað uppá teningnum. Jannero Pargo, Bonzi Wells, Birdman (sem þeir notuðu reyndar óskiljanlega lítið) eru allt leikmenn sem ég sakna og svo voru Ryan Bowen, Melvin Ely og Julian Wright oft að koma skemmtilega á óvart en hafa lítið sýnt í vetur.
Mín skoðun er sú að liðið eigi að gera massífar breytingar í sumar og skipta helst öllum í burtu nema CP3 og David West. Spurning með Chandler en ég myndi vilja halda honum ef hann hættir að vera hrökkbrauð. Það sem vantar hjá liðinu er 3. vopnið í sókninni. Sóknin hefur staðið full mikið með því hvernig CP3 og West hafa verið að spila.
Ég verð hins vegar að játa að ég mjög svartsýnn á sumarið. Eigendurnir eiga í fjárhagserfiðleikum og þeir mun án efa reyna að skipta út mönnum með peningalegu sjónarmiði að leiðarljósi. Gæti alveg trúað því uppá þá að skipta David West. Ef þeir koma til með að skipta CP3 út geri ég sterklega ráð fyrir að hætta að halda með liðinu og byrja að halda með liðinu sem CP3 fer í. Ef maður er með demant í liðinu á borð við hann, þá skiptiru honum ekki burt ef þú hefur einhvern áhuga á að ná árangri í þessari deild.
T. Þruma (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 00:07
,, Spurning með Chandler en ég myndi vilja halda honum ef hann hættir að vera hrökkbrauð."
Einu sinni hrökkbrauð, ávallt hrökkbrauð.
Ólafur sonur Þóris (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 10:58
Þökkum Tussa fyrir þetta in-depth analysis á NO Hornets liðinu. Ég segi út með allt nema CP3 og David West og helst flytja liðið aftur til Charlotte. Chandler er og verður (eins og Óli Þong nefndi) alltaf hrökkbrauð. Maðurinn er bara út gleri og getur varla pivotað án þess að snúa sig. Svo vantar bara áreiðanlega outside skyttu sem Peja ætti að vera að sinna, en er orðinn allt of streaky.
Emmcee, 1.5.2009 kl. 11:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.