KG brennur yfir enn og aftur
29.4.2009
Er ekki kominn tími á það að Garnett horfi á leikina heima hjá sér? Hvað er að manninum? Sést líka í myndbandinu hér, á 1:00 að hann er að garga á Gordon eitthvað.
29.4.2009
Er ekki kominn tími á það að Garnett horfi á leikina heima hjá sér? Hvað er að manninum? Sést líka í myndbandinu hér, á 1:00 að hann er að garga á Gordon eitthvað.
Athugasemdir
Hann er alveg týndur þessi gæi.
Rosa töff að vera alltaf að rífa kjaft við helmingi minni menn og nýliða.
Maður fílaði hann hjá Minnesota þar sem hann var baráttuhundur sem gaf ekkert eftir en eftir að hann vann titil þá er hann orðið algjört fífl.
President (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 17:33
Sammála "President", viðbjóðslega leiðinlegur náungi og sérstaklega eftir að hann vann titil. Alltaf að rífa kjaft við menn sem eru hátt í 20-30cm minni en hann, en hann er ekki alltaf jafn brattur þegar menn í hans stærð og hans þyngdarflokki eru í návígi. Mér þætti gaman að sjá hann rífa kjaft við menn eins og D.Howard, Shaq, Artest eða Stoudemire, úff sá yrði pressaður saman.
Arnór (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 17:46
Hann er einhvað heimskur, BG getur alveg lamið hann niður. Hann á ekki skilið að spila í úrslitakeppninni og hann ætti heldur ekkert að vera hjá Boston, hann ætti bara að snúa sér að Minnesota aftur. Hann var bestur þar og Minnesota var gott þá svo hann getur alveg farið þangað aftur og bjargað því liði heldur en Boston.
Arnór: Ef hann færi í Shaq þá væri hann ekki þarna. Stoudemire er sterkur en Garnett er enginn kelling.
Jason Orri (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 18:32
Jason; Fyrir mér er Kevin Garnett bölvuð kelling, rífur stólpa kjaft við menn sem rétt ná honum upp í mitti en ég persónulega sæi hann ekki fyrir mér "trash talka og rífa kjaft við til að mynda mennina sem ég nefndi hér fyrir ofan, finnst hann afskaplega leiðinlegur karakter.
Arnór (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 18:40
Já. Vonandi rífur hann svo mikinn kjaft við Shaq að Shaq buffar hann niður.
Þetta er ein leiðinlegasta manneskja í NBA
Jason Orri (IP-tala skráð) 29.4.2009 kl. 18:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.