Reggie Miller skoraði 8 stig á 9 sekúndum í gjemle daga

Það var nefnt í fréttinni að James Jones hafi skorað 8 stig á 11 sekúndum í Miami - Atlanta leiknum.  Það toppar ekki Reggie Miller sem skoraði 8 stig á 9 sekúndum gegn Knicks í úrslitakeppninni fyrir einhverjum árum síðan. 

Tracy McGrady skoraði svo 13 stig á 35 sekúndum gegn San Antonio fyrir nokkrum árum.  4 þristar og 1 víti.  Sá gat spilað þegar hann nennti því.

Rodney Rogers sem þá lék fyrir Denver skoraði 9 stig á 9 sekúndum gegn Utah Jazz í úrslitakeppninni 1994 - og þá nýliði.  Props til Ingvars fyrir ábendinguna!


mbl.is Stórsigur Denver og Lakers komið áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar Þór Jóhannesson

Ekki gleyma Rodney Rogers gamli!! Var það ekki 9 stig á 8 sekúndum?? Og Robert Pack með 2 steal og 3 assist, hehe

Ingvar Þór Jóhannesson, 28.4.2009 kl. 18:01

2 Smámynd: Emmcee

Það er rétt!  Var búinn að gleyma því.  Bætti þessu í færsluna.  Thx. 

Robert Pack... gífurlega vanmetinn leikmaður.  Missti hökuna í gólfið þegar ég sá hann troða yfir alla Chicago vörnina í úrslitunum 92, þegar hann var nýliði hjá Portland.

Emmcee, 28.4.2009 kl. 18:35

3 Smámynd: Ingvar Þór Jóhannesson

Robert Pack var hriklega flottur átti nokkrar hressar troðslur í gamla daga!

Ingvar Þór Jóhannesson, 29.4.2009 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband