Nike Zoom Kobe IV: Charlotte Hornets
15.4.2009
Nike hafa ákveðið að gefa út limited útgáfu af Zoom Kobe IV skónum til þess að minnast þess að Kobe var upphaflega draftaður, þrettándi í röðinni af Charlotte Hornets þann 11. júní 1996. Rub it in, fokkers! Málið er að Hornets dröftuðu drullusokkinn en hann vildi ekki semja við þá þar sem hann var þegar búinn að semja við Lakers fyrir draftið. Hornets eins og bjánar völdu hann samt sem áður en sömdu svo við Lakers um skipti fyrir útbrunninn Vlade Divac. Excellent deal - eða þannig, þar sem aðrir snillingar voru fáanlegir í þessu drafti eftir tólfta pikk, eins og Peja Stojakovic, Steve Nash, Jermaine O'Neal og Zydrunas Ilgauskas. Frábær stjórnun þar sem þeir voru tiltölulega nýbúnir að senda Alonzo Mourning til Miami og Larry Johnson til New York.
Athugasemdir
ég hef þurft að þjást í mörg ár útaf slæmum stjórnendum hjá þessu liði. Þetta er eitthvað sem venst mjög illa.
T. Þruma (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 21:32
Það er bara búið að eyðileggja klúbbinn. Ekki skánaði þetta eftir að þeir fluttu til NO. CP3 er eini vonarglætan þarna en hann hangir ekki lengi þarna með þessu áframhaldi. Þetta er gaur sem á heima hjá contender og NOH hafa ekki enn sýnt tilburði til þess. Þá sárvantar hrökkbrauðið Tyson Chandler núna og Armstrong er alls ekki nógu consistent. Peja er alveg búinn og kominn í liðið 10 árum of seint. "Can't hit the broad side of a barn" eins og ég heyrði eitt sinn mætan mann segja.
Emmcee, 15.4.2009 kl. 22:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.