Ekki nóg að vera betri á pappírunum
10.4.2009
Þessi sería er einfaldlega að undirstrika það að úrslitakeppnin er allt annað mót. Mót þar sem pappírarnir og árangur í deildarkeppni skipta engu máli og viljastyrkurinn og hungrið ráða ferðinni. KR-ingar hafa augljóslega engan áhuga á að vinna keppnina ef marka má frammistöðuna í gær. Láta Grindvíkinga vaða þarna inn og algerlega skeina sér á þeim. Það verður bara að segjast um þessi suðurnesjalið að það er alltaf einhver neisti og kraftur í þeim sem við hér á höfuðborgarsvæðinu virðumst ekki geta náð upp.
Þó tölfræðin segi þá sögu að Nick Bradford hafi verið allt í öllu Grindavíkur megin þá er það eins rangt og hugsast getur. Hann sá um að skora tæplega helming stiga Grindavíkur en liðið vann saman eins og vel smurð vél og ógnir voru í hverju horni, sem gerði Bradford kleift að skora að vild. Hann fékk annars að valsa um teiginn eins og hann ætti hann og var með boltann nánast allan tímann sem hann var inn á en fór aðeins 8 sinnum á línuna í leiknum. Skaut 18/26 í leiknum sem er tæp 70%! Það þýðir lítið að spila vörn með silkihönskum í úrslitum. Senda þarf menn sem eru svona heitir á línuna til að vinna fyrir kaupinu sínu þar. Vörnin var einfaldlega skelfileg KR megin og menn bara að elta sóknina. Grinds voru alltaf skrefi á undan í öllu. KR klóraði eitthvað í bakkann í 4. hluta en of seint og of lítið.
Tölfræði Bradfords skyggir á frammistöðu gamla mannsins Brenton Birmingham sem var frábær í þessum leik, líkt og leiknum á undan í Grindavík. 17 stig (8/11), 8 fráköst, 6 stoðsendingar, 5 stolnir boltar og eitt svaðalegt blokk. Ekki nóg með það heldur tróð hann svakalega á hausinn á Fannari.
KR-ingar eru nú heldur betur í erfiðri stöðu nú og þurfa að vinna þá tvo leiki sem mögulega eru eftir til að vinna titilinn. Ómögulegt að mínu mati ef liðið heldur áfram að spila líkt og þeir hafa gert í síðustu tveim leikjum. Auk þess sem þeir eru nú að fara aftur til Grindavíkur, þar sem þeir eru 0-2 í vetur, til þess að berjast fyrir lífi sínu. Eins glæsilegt og það er á pappírunum þá virðist KR-liðið vera algerlega getulaust þegar á reynir. Töpuðu með einhverjum hætti fyrir Stjörnunni í bikarúrslitunum og eru nú að tapa frá sér möguleikum á Íslandsmeistaratitli.
Stórsigur Grindvíkinga gegn KR | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
í ljósi sögunnar þá var það spá mín að fjandans suðurnesjamennirnir myndu hafa þetta. Vísa í söguna í ljósi þess að undanfarin 5 eða 6 ár hafa liðin sem slegið hafa ÍR út orðið Íslandsmeistarar (og aldrei hafa þau endað #1 í deildarkeppninni).
Annars er allt skárra en suðurnesin þannig að ég vona að kringar pappíri sig og geri e-ð af viti.
Svenni Claessen (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 13:44
Ekki í fyrsta skiptið sem að Brenton á stórleik. Hann var t.d. með 48 stig á móti Snæfell í deildinni í Hólminum og þar af 9/13 í 3ja sem að er bara bull nýting. Hvað er þessi 36 ára að fá sér í morgunmat?
Ólafur Þórisson, 10.4.2009 kl. 15:32
Það verður rífandi góð stemning í Grindavík á morgun. Þrettán ára bið eftir Íslandsmeistaratitlinum á enda. Benedikt þjálfari KR segir sína menn brotna á sálinni og ekki höndla álagið. Grindvíkingarnir hins vegar vaxa með hverri þraut. Ég ætla rétt að vona að KR-ingarnir þvælist ekki mikið fyrir okkur á morgun, enda miklu skárra fyrir þá að tryggja sér silfrið í Röstinni, en að tapa gullinu á heimavelli á mánudaginn.
Björn Birgisson, 10.4.2009 kl. 15:40
Það eru 5 dagar síðan þú sagðir þetta vera besta lið EVER og nú ertu að hrauna yfir það! OK, gerðu upp á bak í síðasta leik, en þetta er ekki búið! Ef KR tekur 180 gráður á þetta og snýr dæminu við, ætlar þú þá að detta aftur í Ragga Reykás? Annars er þetta snilldar bloggsíða hjá þér.
Alli (IP-tala skráð) 10.4.2009 kl. 16:18
Björn Birgisson, 10.4.2009 kl. 16:20
Svenni: Já, það hefur hingað til verið happa að lenda á móti ÍR í úrslitakeppninni. En þið eigið að geta gert miklu betur en að láta Grindjána sópa ykkur í frí. Treysti því að þið pappírið ykkur fyrir næsta tímabil og bætið um betur.
Óli: Brenton er bara í bullinu! 36 ára?! Spurning um að maður dusti rykið af skónum og fari að mæta á æfingar?
Björn: Mér finnst sem svo að Benni sjálfur sé brotinn á sálinni og höndli ekki álagið. Hann og það lið sem þeir höfðu í fyrra höndluðu ekki álagið gegn ÍR í fyrra og nú virðist sem hann (og þá liðið líka) sé að kikkna undan pressunni, þrátt fyrir allan þennan frábæra mannskap. Hann verður að axla ábyrgð á þessu einnig sjálfur. Þýðir ekkert að skella skuldinni alfarið á liðið. Hann er greinilega ekki að undirbúa menn rétt fyrir leiki.
Alli: Ég þakka hrósið og fagna hverri athugasemd hérna. Þetta er til að skapa umræðu um boltann, sem er gott. Ég fullyrti hins vegar ekki að þetta væri besta lið ever. Ég einungis velti því fyrir mér hvort það gæti mögulega verið. KR liðið spilaði án efa eins og besta lið allra tíma fram að þessu (að undanskyldum bikarúrslitunum) en nú virðist eins og allt annað lið hafi komið inn á völlinn í síðustu tveim leikjum. Liðið er að spila langt undir getu og því vert að gagnrýna það fyrir. Ef þeim tekst á einhvern undraverðan hátt að snúa þróuninni við, spila eins og englar það sem eftir og landa titlinum, mun ég vissulega hrósa þeim fyrir. Ég reyni þó eftir fremsta megni að halda hlutleysi í umfjöllun hérna, nema kannski þegar ÍR er að spila.
Emmcee, 10.4.2009 kl. 22:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.