Lakers sauma að Cavaliers
8.4.2009
Eftir sigur Lakers í nótt munar aðeins hálfum sigri á liðunum og stefnir í harða baráttu milli þessarra liða um heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni.
Cleveland á fimm leiki eftir af deildarkeppninni, heima og heiman gegn Philly (2-0 í vetur) og útileik gegn Indiana (2-1 í vetur) sem ættu að vera nokkuð öruggir. Heimaleikur gegn Boston (1-2 í vetur) sem geri nú ráð fyrir að þeir taki, bæði þar sem þeir eru nánast ósigrandi á heimavelli og Boston er enn án KG. Svo á ég nú von á að þeir slátri Washington (1-2 í vetur) í kvöld fyrir að stöðva sigurleikjasyrpuna þeirra í 13. Annars er Cavaliers vélin eitthvað að hiksta þessa dagana og gæti þetta farið á hvern veginn sem er.
Lakers eiga hins vegar erfiðari dagskrá framundan. Heimaleikur gegn næstbesta liði vesturdeildarinnar Denver (2-1 í vetur), útileik gegn Portland (2-1 í vetur) sem eru nokkuð sterkir á heimavelli, svo eru heimaleikir gegn Memphis (3-0 í vetur) sem ætti að vinnast nokkuð örugglega og Utah (1-1 í vetur) sem eru hins vegar til alls líklegir.
Það verður forvitnilegt að fylgjast með hvernig þetta þróast og hvaða lið endar á toppi deildarinnar um miðjan mánuðinn.
Hvað varðar leikinn í nótt hjá Lakers var fátt umræðuvert í honum nema troðslan hans Vujacic yfir Simmons og Garcia. Hvað var í gangi með hana?! Segi nú bara eins og sá sem talar inn á myndbandið, ég vissi ekki að hann gæti almennt yfir höfuð troðið.
![]() |
Lakers lagði Sacramento |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.