Pre-Playoffs þreyta
3.4.2009
Eins og ég nefndi í síðastu færslu þá gerast einkennilegir hlutir oft í lok leiktíðar. Þetta hins vegar verður að teljast öppsett ársins. Hér höfum við lélegasta lið austurdeildarinnar að leggja það besta í deildinni. Wizards eru næstum með jafnmörg töp og Cavs eru með sigra. Svona er þetta hins vegar þegar lið eins og Cleveland að berjast um toppsæti deildarinnar og sér fram á langa úrslitakeppni mætir liði eins og Washington sem er að fara í langt frí eftir rúma viku. Lakara liðið verður psyched og hefur engu að tapa. Klívlendingar alveg á hælunum og með rassgatið út í vindinn og sigurleikjahrina þeirra náði ekki lengra en 13 leiki.
Washington skellti Cleveland | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.