Lakers menn þreyttir?

Eitthvað hljóta Lakers menn að vera orðnir þreyttir eftir þetta 7 leikja road-trip á austurströndinni undanfarið.  Byrjuðu mjög vel á því að vinna fyrstu 4 leikina nokkuð sannfærandi en tapa svo fyrir Atlanta á sunnudaginn og nú síðast fyrir Charlotte af öllum liðum.  Þetta road-trip endar svo í kvöld í Milwaukee.  Spurs virðast vera eitthvað þreyttir líka því þeir töpuðu fyrir Oklahoma í nótt.

Ég er búinn að vera að horfa á endursýningu á Charlotte leiknum með öðru auganum á NBA-TV og manni sýnist Lakers menn vera orðnir ansi þreyttir.  Lakers liðið hitti frekar illa eða tæplega 40% á meðan Charlotte setti yfir 50% skota utan að velli og 40% utan þriggja.  Það hindraði hins vegar ekki Kobe í að henda upp 33 skotum en setja aðeins 13 af þeim.  Þá sárvantar greinilega Bynum aftur í miðjuna til að verja körfuna.  Bynum hefur hins vegar öðrum hnöppum að hneppa þessa dagana.  Charlotte megin var Gerald Wallace frábær með 21 stig, 13 fráköst og 5 blokk.  Frábær leikmaður þar á ferð.  Michael Jordan, einn aðaleigenda Charlotte Bobcats sat á bekknum hjá leikmönnunum, en svo virðist sem hann hafi lagt fatasmekkinn á hilluna við hliðina á skónum.  Damn!

Lakers þurfa að rífa sig upp ef þeir ætla að eiga sjens í besta recordið í deildinni þennan veturinn.  Cleveland eiga samt erfiðan leik fyrir höndum gegn Orlando á útivelli, sem gæti endað rönnið sem þeir eru á, en það virðist samt eitthvað fátt geta stöðvað King James of félaga núna.  Nokkuð ljóst að maður verður að horfa á þann leik, en hann verður á Stöð 2 Sport á föstudaginn. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband