Yfir þúsund manns horfðu á KR-Kef leikinn á KR-TV

Af vef körfuknattleiksdeildar KR:

1146 IP tölur tengdust KRTV á föstudag
KRTV hefur aldrei áður fengið jafn margar heimsóknir einsog var föstudaginn 27. mars 2009 þegar KR-ingar mættu Keflavík í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Iceland Expressdeildarinnar.  6140 sinnum var tengst við KRTV af 1146 notendum.

Algjört met var sett á KRTV þegar að sent var út frá leik KR og Keflavíkur, en 1146 IP tölur tengdust við KRTV á meðan leiknum stóð sem er met.  Álagið á punktinum var það mikið að margir lentu í því að útsendingin fraus.

Alls var áhorf frá 18 löndum utan Íslands og var mest horft frá Danmörku, Svíþjóð, Bandaríkjunum og Þýskalandi.

Sem útskýrir ansi margt því það var ekki nokkur möguleiki fyrir mig að tengjast vefþjóninum þegar ég var að reyna að horfa á leikinn.  Playerinn var bara freðinn.  Þetta er samt magnað.  Þúsund manns í DHL höllinni og annað eins út um allan heim að horfa á netinu.  KR-ingarnir ætla samt að henda hælæts úr leiknum á YouTube og reyna svo að koma öllum leiknum á netið einhvern veginn.

HookUp:  KR vefurinn


mbl.is Hlynur: „Ég var alltaf handviss um að við myndum vinna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Birgir Gíslason

Það má bæta við að það voru mest 802 í einu að fylgjast með Live stat, rúmlega 3000 kíktu þar inn þennan dag.

Gleymum heldur ekki að það voru 1000 manns í húsinu.

Rúnar Birgir Gíslason, 29.3.2009 kl. 19:09

2 Smámynd: Ómar Ingi

af 300.000 þúsund manna þjóð hnétur , fyrir utan að þessar tölur eru fixaðar. 

það eru að venju yfir 3000 manns að horfa á fótboltann þarna og hann er samt sýndur í sjónvarpi.

Ómar Ingi, 29.3.2009 kl. 19:17

3 Smámynd: Emmcee

Rúnar - Já, auðvitað... gleymdi LiveStat.  Þetta er allt á uppleið.

Ommi - Þú ert fixaður.  Annars er þetta magnaðar tölur um fótboltann ef réttar eru hjá þér.  Sér í lagi þar sem um er að ræða leiðinlegustu íþrótt á jarðríki. 

Emmcee, 29.3.2009 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband