Er Dwight Howard "genatískt tröll"?

Svali Björgvins kallaði Shaq alltaf hérna áður fyrr "genatískt tröll" og hef ég aldrei séð neinn annan í NBA deildinni sem á skilið sams konar nafngift fyrr en nú...

Dwight Howard hefur átt í vandræðum með að spila vel gegn Boston undanfarið, enda Boston eitt besta varnarlið deildarinnar.  Það var hins vegar ekki alveg uppi á teningnum nú þegar Orlando tók á móti Boston í nótt.  Howard með 24 stig (11/18), 21 frákast (helming allra frákasta liðsins), 4 blokk og 2 stolna.  12 stig og 10 fráköst bara í fyrsta leikhluta!!!  Boston menn gátu hreinlega ekki hindrað drenginn við að taka niður fráköstin og alveg saman hvernig hann var stiginn út þá reif hann niður allt sem var laust í loftinu.  Ekki nóg með það heldur tryggði hann Magic sigurinn með því að blokka Paul Pierce í lokin (hversu vafasamt sem það lítur út í endursýningu).

Strákurinn hefur vaxið allsvakalega á undanförnum árum, bæði líkamlega og spilamennskan einnig.  Sumir segja að Patrick Ewing sé ástæðan fyrir þessu, en hann hefur unnið mikið með Howard.  Aðrir segja aðrar ástæður liggi að baki.  Er kannski hægt að kalla hann "anabólískt tröll"?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband