Það er af sem áður var...

Þegar þessi lið mættust fyrir ca. 20 árum síðan var alger orusta inni á vellinum í þær 48 mínútur sem leikurinn lifði.  Menn börðu á hvor öðrum, þó Chicago liðið hafi nú tekið oftar á móti höggum en öfugt.  Það er eitthvað annað uppi á tengingnum núna.  Derrick Rose er meiddur og því Hinrich sem stjórnar liðinu í þessum leik.  Hinrich er fínn sóknarmaður og ágætisleikstjórnandi, en kamán!!!  Gaurinn er gersamlega að sauma sundur og saman "vörnina" hjá Detroit.  Þetta er allt gersamlega galopið og menn horfa bara á á meðan það er skorað í andlitið á þeim.  Bill Laimbeer hefur verið brjálaður heima að horfa á þetta í gær.  Bankað kellinguna og lamið bjórdós í hausinn á sér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var geggjaður sigur, ég vaknaði í nótt og fór beint inn á Nba.com og sá úrslitinn og gat farið að sofa glaður. Ef Hinrich fær að spila svona eins og í gær þá er Bulls öruggt í 8 og er aðeins 1 sigri frá Detroit, þetta er þvílik spenna fyrir mér.

Jason Orri (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 16:13

2 Smámynd: Ómar Ingi

Shiiiiiii

Ómar Ingi, 25.3.2009 kl. 17:58

3 identicon

"Hinrich er fínn sóknarmaður og ágætisleikstjórnandi"   ??

Hinrich er góður sóknarmaður en hefur allan sinn feril aðallega fengið hrós fyrir varnarleikinn enda einn besti varnarmaðurinn í deildinni.

Dóri (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 19:50

4 Smámynd: Emmcee

Jeje, hann er samt enginn Derrick Rose.  Það er á tæru.  Annars var ég ekki að setja út á sóknarleik Heinrich og hvað þá varnarleikinn hans.  Ég var aðeins að benda á arfaslaka vörn Detroit Pistons sem í gegnum tíðina hafa verið hvað sterkastir í deildinni í varnarleik.

Emmcee, 25.3.2009 kl. 21:28

5 identicon

Rólegur gjémli,

Bulls er næsta big thing, Kirk er eins og stockton " allur pakkinn"...

Diesel (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 21:30

6 identicon

Hehehe. Ég er sammála Emmcee, Hinrich er enginn Derrick Rose, Hinrich er betri skotmaður en Rose en Hinrich er ekki nærrum því jafn góður að gera Lay-up eins og Rose gerir þau. Hinrich er kannski alveg eins og Stockton, Stockton var ein besta skyttan í NBA, Hinrich gæti verið svona Larry Bird. Larry var góður í þriggja og inn í teig og Hinrich er það líka.

Jason Orri (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 21:40

7 Smámynd: Emmcee

Bulls koma aftur og verða í baráttu um titil innan tíðar. 

Emmcee, 25.3.2009 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband