Slakasta dómgæsla aldarinnar?

referee_type_whistle_300Ég varð vitni af einhverjum allra ófaglegasta dómi í körfubolta sem hugsast getur í gær.  Ómar  Sævarsson var búinn að vera burðarstoð ÍR liðsins í þessum leik með 14 stig (7/11) og 10 fráköst í fyrri hálfleik.  Ómar fer upp í sniðskot undir körfu Grindavíkurliðsins og skot hans varið.  Læt ég ómetið hvort brotið hafi verið á honum en Ómar fer heldur óhress til baka í vörn og gagnrýnir harðlega í eyra ónefnds dómara.  Ómar uppsker réttilega tæknivillu en það sem verra er að Ómar nær ekki að draga inn andann fyrr en hann hefur fengið aðra slíka í andlitið sekúndubrotum eftir þá fyrri.  Tvær tæknivillur þýðir sjálfkrafa brottvísun og djúpt skarð hoggið í bæði vörn og sókn ÍR-inga. 

Þessi dómur er að mínu mati til skammar fyrir KKÍ og KKDÍ þar sem þetta á að vera einn reyndasti og besti körfuknattleiksdómari landsins.  Þessi ónefndi dómari þarf heldur betur að dusta rykið af reglubókinni, en við skulum tíunda örlítið hvað í henni stendur og á hér við. 

Dómara er heimilt skv. 38. grein, tölulið 3.1 að dæma tæknivillu þegar leikmaður ávarpar "dómara, eftirlitsdómara, starfsmenn ritaraborðs eða mótherja af virðingarleysi."  Ómar gargaði hátt að dómaranum og flokka má það sem virðingarleysi þó skv vitnum á vellinum hafi ummælin ekki verið dónaleg.  Bera á vissulega virðingu fyrir dómaranum en að mínu mati þyrfti sú virðing að vera gagnkvæm.  Sem færir okkur að næsta punkti. 

Í 47. grein, tölulið 3, um m.a. ákvarðanir dómara stendur að dómarar þurfa að hafa eftirfarandi  huga:

  • "Anda og ætlun reglnanna og þörfina fyrir að halda leiknum heilsteyptum"
  • "Viðhalda ávalt jafnvægi milli leikstjórnunar og leikflæðis með þvi að hafa tilfinningu fyrir hvað þáttakendur eru að reyna að gera og dæma þar sem er rétt fyrir leikinn."

Mikilvægt er að mínu mati að dómarar meti aðstæður áður en dómur sem þessi er dæmdur.  ÍR að berjast fyrir lífi sínu í úrslitakeppninni, 10 stigum eða svo undir á heimavelli og á brattann að sækja.  Nei, gerum þeim það ómögulegt að komast áfram með því að senda einn af þeirra bestu leikmönnum í sturtu þegar hálfur leikurinn er eftir.  Báðir aðilar þurftu að slaka á og meta áframhaldið af skynsemi.  Ómar hvort hann ætlaði að taka áfram þátt í leiknum og dómarinn hvort hann ætlaði að breyta stefnu leiksins með dómi sem þessum.  Allt gerist þetta þó í hraða og hita leiksins en það er að mínu mati ekki afsökun þegar jafn reyndur dómari á í hlut og í jafn mikilvægum leik og hér er um að ræða.

Leikurinn leystist upp í tóma þvælu eftir þetta og bullshit dómar flugu hægri vinstri, en þó á bæði liðin.  Til að mynda fengu Grindvíkingar að ræða heimsmálin ofan í kjölinn í einu leikhlénu á meðan ÍRingar biðu við endalínuna, en skv. reglum er hvert leikhlé aðeins ein mínúta.  Hvaða rugl er þetta?  ÍR stillti upp svæðispressu sem gekk ágætlega og náðust kannski tveir stolnir boltar þar til bull dómarnir byrjuðu að hlaðast upp aftur.  ÍRingar klóruðu eins og mögulegt var í bakkann en við ofjarl að fást og leikurinn aldrei í hættu fyrir Grindvíkinga, sem hittu eins og geðsjúklingar eða 14/31 í þristum. 

Það verður aldrei neitt úr þessari íþrótt hjá okkur hérna á Íslandi þar til við fáum góða, hlutlausa og skynsama dómara sem hafa ekki áhuga á að taka þátt í leiknum heldur aðeins sjá til þess að hann gangi eðlilega fram og leikmenn spili heiðarlega.  "Rispekt mæ aþoritæ" dómarar með God-complex eru íþróttinni til trafala.


mbl.is Grindvíkingar komnir í undanúrslit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kiddi þarf alltaf að vera í aðalhlutverki í leikjunum.  Er til ofmetnari dómari??

President (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 14:44

2 identicon

Snilldargrein...Kiddi Óskars er bara klárlega slakur dómari. Að dæma tvær tæknivillur á 0,1 er bara fáránlegt.

Starason (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 20:26

3 identicon

Kiddi Óskars leit út eins og byrjandi þarna sem hann er alls ekki. Annars sammála öllu í þessari grein.

Trausti Stefánsson (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband